Þormóður sjöundi á Heimsbikarmótinu í Madrid

Thormodur_Jonsson.JPGMadrid World Cup 2008

Þormóður Jónsson nýbakaður Norðurlandameistari stóð sig vel og varð í 7. sæti í þungavigt á heimsbikarmóti í Madrid um helgina. Keppendur voru alls um 140 manns frá 36 þjóðum. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi og í þungavigt voru 14 keppendur og meðal þeirra var Temenov frá Rússlandi sem er í öðru sæti heimslistans auk keppenda sem hafa tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana.  Þormóður keppti fyrst við Grikkja og stóð sú viðureign í fullar fimm mínútur og vann Þormóður hana að lokum á wazaari. Í annari viðureign mætti hann Hernandes frá Brasilíu og er sá í 25 sæti heimslistans. Þeirri glímu tapaði Þormóður á Ippon eftir snarpa viðureign. Hernandes komst í undanúrslit og þar með fékk Þormóður uppreisnarglímu og mætti þar Spánverjanum Martinez og vann hann á Ippon eftir um mínútu viðureign. Þormóður var hér kominn í 7. sæti og átti næst að mæta Mehbah frá Marrakó og með vinningi hefði Þormóður keppt um bronsið en því miður varð hann að játa sig sigraðan í þeirri viðureign. Það er greinilegt að Þormóður er í fínu formi og hefur frammistaða hans í Madríd fært hann töluvert ofar á heimslistanum en hann var fyrir þetta mót í 50 sæti.