Sjö gull, þrjú silfur og 9 bronsverðlaun:

Til Danmörku fóru á föstudag tuttugu og fimm keppendur frá fimm félögum ásamt þremur þjálfurum og aðstoðarmönnum og kepptu þar á Hilleröd Intl. Þetta er alþjóðlegt mót fyrir yngri en 20 ára sem haldið hefur verið í fjölmörg ár og er jafnframt það fjölmennasta sem haldið er í Danmörku í þessum aldursflokki. Mótið sækja allar norðurlandaþjóðirnar auk þess sem þjóðverjar, pólverjar og fleiri evrópuþjóðir keppa þar. Keppendurnir okkar komu frá fimm félögum eins og áður sagði þ.e. Ármanni, ÍR, KA, JR og Grindavík og þjálfarar voru þeir Jóhann Másson úr JR, Jóhannes Haraldsson Grindavík og Víkingur Víkingsson aðstoðarlandsliðsþjálfari og auk þeirra voru nokkrir foreldrar með í för.

Keppendur kepptu í mismunandi aldurs og þyngdarflokkum eins og venja er en einnig eftir gráðunum, þ.e eftir beltum. Því miður varð að sameina ýmsa flokka svo einhverjir urðu að keppa í uppfyrir sig í aldri og stundum einnig með hærra gráðuðum einstaklingum eins og t.d. Daníela Daníelsdóttir sem átti að keppa í unglingaflokki 15 ára og yngri með appelsínugult belti en var látin keppa með 15-19 ára og hærra gráðuðum. Fleiri lentu í sviðuðum málum  en krakkarnir létu það ekki á sig fá og glímdu feikilega vel og allmargar glímur unnust þó það dygði ekki til verðlauna.

pdf Verdlaun Hillerod 2009

Verðlaunahafar á Hilleröd Intl. 2009 Þyngdarflokkur Opinn flokkur Allir aldursflokkar
2009 Nafn Félag Gráða Categories Kg Árangur Árangur
1 Sævar Róbertsson JR 1.kyu A Unglingar -90 Gull Gull
2 Bergþór Jónsson Júdódeild KA 1.kyu A U 20 -66 Gull Brons
3 Adam Þórarinsson Júdódeild KA 1.kyu A U 20 -81 Gull Brons
4 Gísli Haraldsson Júdódeild ÍR 4.kyu B Unglingar -60 Gull
5 Sigurpáll Albertsson Grindavík 4.kyu B Unglingar -81 Gull
6 Björn Haraldsson Grindavík 2.kyu A Unglingar -81 Silfur
7 Tómas Tómasson Júdódeild Ármanns 3.kyu A U 20 -73 Silfur
8 Helga Hansdóttir Júdódeild KA 2.kyu A Unglingar -57 Brons Gull
9 Marcin Ostrowski Grindavík 3.kyu A Börn -40 Brons
10 Smári Stefánsson Grindavík 3.kyu A Börn -50 Brons
11 Viðar Oddsson JR 1.kyu A Unglingar -81 Brons
12 Guðmundur Kjartansson Grindavík 5.kyu B Unglingar -81 Brons
13 Ingi Kristjánsson JR 1.kyu A U 20 -73 Brons
14 Daníela Daníelsdóttir JR 4.kyu B Unglingar + 70 Silfur
15 Ásdís Ólafsdóttir Júdódeild ÍR 2.kyu A Unglingar -70 Brons
Categorie A þýðir 3.kyu (grænt belti) og hærri gráður
Categorie B þýðir 4.kyu (Appelsínugult belti) og  lægri gráður