Dagana 9. til 14. september nk. verður heimsmeistaramótið haldið í Tokyo. Þangað fara fjórir keppendur frá Íslandi og keppa í fimm þyngdarflokkum. Þeir sem fara eru Þormóður Jónsson +100 kg og opnum flokki, Hermann Unnarsson -81 kg, og Kristján Jónsson og Eyjólfur Eyfells í -73 kg. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu frá mótinu á Judo TV og einnig verður hægt að fylgjast með hvernig útslátturinn gengur fyrir sig. Hér er tengill á heimasíðu mótsins.