Hér neðar eru upplýsingar vegna Norðurlandamótsins næstu helgi í Ósló, keppendalisti, keppnisstaður, vigtun, hótel og fleira.

  1. Föstudagur 20. Maí. Rúta frá BSÍ sem fer kl. 5:20. Reiknað er með að allir fari með rútunni.  Þeir sem fara ekki með rútunni LÁTA  VITA AF ÞVÍ í síma 662 8055.
  2. Flug FI 318 í loftið kl.  7:50 og lent í Ólsló kl. 12:20
  3. Rúta frá flugvelli á hótelið (THON HOTEL ULLEVAAL STADION)  í Ósló, er á 20 mín fresti. Hef ekki uppl. um kostnað í rútuna, gæti verið um 3-5000 Ísl. Kr.
  4. Keppni U17 og U20 er á laugardag og Seniorar á sunnudag. Það verða allir að vera með bæði blá og hvíta búninga.
  5. Gisting í Ósló kostar 800  Nkr á mann fyrir tvær nætur, sem greiðist á staðnum. Hafa með sér gjaldeyri eða greiða með korti
  6. Morgunmatur er innifalinn í gistingu en það þarf að hafa einhvern pening fyrir mat þessa tvo daga.
  7. Heimferð með FI 325 Sunnudagskvöldið 22. Maí k. 21:55 og lent í KEF kl. 22:35    (Hver og einn ákveður hvernig hann fer frá Keflavík, rúta  eða einkabíll)
  8. Hér eru nánari upplýsingar um mótið, keppnisstaður, vigtun, gistin og fleira
  9. Keppendalisti 16. mai 2011

Minni svo alla á að mæta á síðustu sameigilegu æfinguna fyrir NM sem verður eins og venjulega kl. 18:30 á miðvikudag í JR.