Þormóður Jónsson keppti um helgina á Grand Prix í Amsterdam og féll úr keppni í fyrstu umferð þegar hann mætti Marius Paskevicius frá Litháen, en hann er í 18. sæti á heimslistanum en Þormóður er í 53. sæti. Viðureign þeirra var nokkuð jöfn og börðust menn grimmt um tökin og fengu báðir shido fyrir sóknarleysi. Ef eitthvað var þá sótti Þormóður meira og átti góða sókn (kosoto-gake) þar sem Paskevicius rétt slapp. Þormóður gerði síðan mistök þegar um 2 mín voru eftir þegar hann fór í fórnarbragð (Sumi-gashi) en þá greip Paskevicius í fótinn á honum og náði að stýra Þormóði á bakið.