Gudmundur Stefán og Magnús Ólafsson formaður JSÓJúdómenn ársins 2011 vantar Helgu á myndinaJúdómenn ársins 2011 voru tilkynntir um helgina að lokinni sveitakeppninni og Guðmundur Stefán Gunnarsson UMFN fékk viðurkenningu frá JSÍ fyrir útbreyðslustarfsemi.

Júdókona árasins 2011
er Anna Soffía Víkingsdóttir úr Júdódeild Ármanns
Helstu afrek: Íslandsmeistari í -78kg og Opnum flokki, Norðurlandameistari -70kg og silfur í opnum flokki, Silfur á Smáþjóðaleikunum.

Júdómaður ársins 2011 er Þormóður Árni Jónsson úr JR
Helstu afrek: Íslandsmeistari í +100kg og Opnum flokki, gull á smáþjóðaleikunum,  í  5 sæti á Heimsbikarmóti í Póllandi, 7sæti á Heimsbikarmóti í Búkarest og 2 sæti á Heimsbikarmóti í Apia á Samoa eyjum og er í dag í 53 sæti heimslistans.

Júdókona árasins 2011  yngri en 20 ára er Helga Hansdóttir úr Júdódeild KA
Helstu afrek:Helga varð bæði Íslandsmeistari í U20 og fullorðinsflokki kvenna í -63 kg, brons á Norðurlandamótinu -57 kg í U20

Júdómaður ársins 2011 yngri en 20 ára er Ingi Þór Kristjánsson úr JR
Helstu afrek: Ingi Þór var bæði Íslandsmeistari í U20 og karlaflokki í -73kg flokki,Gull á Opna sænska U20, bronsverðlaun á Norðurlandamótinu U20  og silfur á alþjóðlegu móti í Danmörku í U20.