Egill Blöndal hreppti silfurverðlaunin á Norðurlandameistaramótinu í Sviþjóð um helgina. Hann keppti til úrslita í U17 í -81 kg flokki og fór viðureignin í gullskor sem hann því miður tapaði. Í þessum flokki voru sex keppendur og keppt í tveimur þriggja manna riðlum þar sem tveir menn komast upp úr hvorum riðli og sigurvegari annars riðilsins mætir þeim sem var í öðru sæti í hinum riðlinum. Logi Haraldson sem einnig keppti í þessum flokki vann sinn riðil og mætti Agli í fjögurra manna útslætti en Egill hafði orðið annar í sínum riðli. Viðureign þeirra félaga fór þannig að Egill vann Loga sem endaði því þriðja sæti en Egill var kominn í úrslitin og eins og áður sagði tapaði hann þeirri viðureign. Gísli Haraldsson -73 kg, Kjartan Magnússon -66kg og Helga Hansdóttir -63kg kepptu í aldursflokkum yngri en 20 ára. Í flokknum hans Gísla voru þrjátíu og fimm keppendur og tapaði Gísli fyrstu viðureign en fékk uppreisn og vann næstu en tapaði þeirri þriðju og endaði í níunda sæti. Það var alveg eins hjá Helgu en þar voru keppendur tíu. Hún tapaði fyrstu , fékk uppreisn og vann en tapaði þriðju og endaði í fimmta sæti. Í flokknum hans Kjartans voru tuttugu og sjö keppendur og tapaði Kjartan fyrstu viðureign en fékk enga uppreisn og var þar með úr leik. Seinni keppnisdaginn á NM var keppt í senioraflokkum og voru sex keppendur frá okkur í eldlínunni. Kristján Jónsson og Sveinbjörn Iura stóðu sig best að þessu sinni. Í flokknum þeirra -81 kg voru átján keppendur frá öllum Norðurlöndunum. Þeir unnu hvor um sig þrjár viðureignir en töpuðu einni og enduðu í þriðja sæti. Flestir aðrir unnu eina viðureign og töpuðu næstu og komust því ekki í verðlaunasæti. Sævar Róbertsson -100 kg og Helga Hansdóttir -63 kg urðu í fjórða sæti og Þór Davíðsson -90 kg í sjöunda sæti. Hér er tengill á öll úrslitin