RIO 2013Axel Ingi Jónsson landsliðsþjálfari fór ásamt Davíð Kratch -73 kg  og Sveinbirni Iura -81 kg til Brasilíu síðastliðna helgi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rio De Janeiro 26. ágúst til 1. sept. Davíð keppir næsta miðvikudag og Sveinbjörn á fimmtudaginn. Búið er að draga og mætir Davíð keppanda frá Kyrgyzstan, Kubakaev Azat og er það 10 viðureign en keppendur í flokknum eru sjötíu og níu. Sveinbjörn fær keppanda frá Kazakhstan, Zhakypov Dauletkhan og er það 59 viðureign en í þessum flokki eru keppendur sjötíu og þrír. Hægt er að fylgjast með öllum viðureignum í beinni útsendingu hér og athugið að þeir eru þremur tímum á eftir okkur og byrjar keppnin á hverjum degi því á hádegi hjá okkur. Á myndinni hér að ofan eru strákarnir ásamt Haraldi Baldurssyni varaformanni JSÍ (lengst til vinstri) en hann sótti þing IJF sem haldið er samhliða HM, síðan kemur Davíð, Sveinbjörn og loks Axel Ingi.