Júdómenn ársins 2013 hafa verið valin. Júdómaður ársins er Sveinbjörn Jun Iura og  Júdókona ársins er Daníela Rut Daníelsdóttir. Breki Bernharðsson var valinn efnilegastur í aldursflokknum U21 árs. Hér neðar er helsti árangur þeirra á árinu.

SveinbjoSveinbjörn jun Iura úr Júdódeild Ármanns sem keppir í -81 kg þyngdarflokki var valinn júdómaður ársins 2013. Hann hefur verið ósigraður hér heima í -81 kg flokknum undanfarin ár svo það varð mjög óvænt er hann tapaði í úrslitum á ÍM og varð annar en önnur mót innanlands vann hann örugglega. Hann keppti á nokkrum alþjóðlegum mótum á árinu og varð þrisvar í öðru sæti og fékk auk þess bronsverðlaun á einu þeirra. Sveinbjörn keppti á heimsmeistaramótinu Brasilíu í ágúst og fór að því loknu til náms og judoæfinga í Japan og verður þar fram á vor 2014.
Helsti árangur 2013.
Norðurlandamótið, 2. sæti
Smáþjóðaleikarnir, 2. sæti
RIG Intl. 2. sæti
Holstein Open, 3. sæti
Íslandsmeistaramót, 2. sæti

daniela2Daníela Rut Daníelsdóttir úr JR (Júdófélagi Reykjavíkur) sem keppir í -78 kg flokki var valin júdókona ársins 2013. Hún bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína hér á landi og vann allflest þau mót sem hún tók þátt í innanlands. Á árinu tók hún þátt í nokkrum alþóðlegum mótum í USA í U21 árs og vann þar til gull, silfur og bronsverðlauna.

 

Helsti árangur 2013.
Central & North American Championships í Dallas U21, 1.sæti
Judo Open Nationals í Pennsylvania U21, 1. sæti
Olympics International í Dallas U21, 2. sæti
International Open í Flórída U21, 3. sæti
Íslandsmeistaramót, 1. sæti
Haustmót JSÍ, 1. sæti
Reykjavíkurmeistaramót, 1. sæti

Efnilegastur U21 árs
BrekiBreki Bernhaðsson úr Draupni sem keppir í -73 kg þyngdarflokki var valinn efnilegsti júdómaður ársins 2013 í aldursflokknum U21 árs. Hann varð stigahæstur í keppni innanlands með 70 punkta og varð auk þess í fjórða sæti í fullorðinsflokki og á alþjóðlegu móti í Danmörku hreppti hann bronsverðlaun.

Helsti árangur 2013.
Afmælismót U21,  1. sæti
Íslandsmót U21,  2 . sæti
Vormót JSÍ U21,  1 . sæti
Haustmót JSÍ U21,  1. sæti
Haustmót JSÍ Seniorar,  1. sæti
Hilleröd Intl. U21,  3. sæti