Opna Hollenska _2014Kadett og juniora landslið okkar keppti á Opna Hollenska í Eindhoven síðastliðna helgi og stóðu sig frábærlega. Opna Hollenska er gríða sterkt mót og úrtökumót fyrir Hollendinga til að komast í landslið. Keppendur voru 1450 frá fjölmörgum löndum bæði konur og karlar sem skiptist í U15- 483 keppendur, U18- 664 keppendur og U21- 303 keppendur. Vegna fjöldans var keppt á tólf völlum til að klára mótið á einum degi. Adrían Ingimundarson U18 keppti til úrslita í +90 kg flokki og hafnaði í öðru sæti og Karl Stefánsson U21 varð þriðji í +100kg flokki. Egill Blöndal U21 í -90 kg vann fyrstu viðureign en tapaði næstu og fékk uppreisn og vann þriðju viðureign en tapaði þeirri fjórðu og hafnaði því í sjöunda sæti. Benedikt Benediktsson U18 í -73 kg flokki vann fyrstu viðureign og tapaði næstu en fékk ekki uppreisnarglímu og féll úr keppni. Aðrir unnu ekki viðureign en glímdu vel og voru síst lakari aðilinn.