Góu mót JR var haldið síðastliðna helgi og hefur það verið haldið reglulega á þessum árstíma um árabil. Þetta er mót fyrir aldursflokka 10 ára og yngri og hefur þátttaka jafnan verið afar góð og var hún það einnig í ár þrátt fyrir að aldursmörkum hefði verið breytt. Ákveðið var að skilgreina aldurinn betur og hækka lágmarksaldur og miða við 8 ár þannig keppnin var fyrir 8-10 ára en þó voru gerðar örfáar undantekningar að þessu sinni.  Hér eru úrslitin.
Til útskýringar þar sem að sú staða kom upp að keppendur voru jafnir að vinningum og stigum. Reglan er þessi, fyrst ræður fjöldi vinninga, síðan ef fjöldi vinninga er jafn þá tæknistig, næst innbyrðis viðureignir og ef ekkert af þessu dugar til að ákvarða sigurvegara þá ræður þyngd úrslitum þannig að sá léttasti er í fyrsta sæti og næst léttasti í öðru og koll af kolli.