Á landsliðsæfingu juniora og Cadettum um helgina fóru nokkrir úr landsliðshópnum  í þrekpróf.
Í dálknum niðurstaða er best að talan sé sem lægst og til að vera landsliðstækur þarf hún að vera 13 eða lægri. Útkoman var ekki alveg nógu góð en af 15 þátttakendum náðu 4 en nokkrir til viðbótar voru þó ekki langt frá lágmarkinu.

Uke-A _______3m________ Tori _______3m________ Uke- B

Testið er þannig framkvæmt að Tori hleypur á milli Uke A og B sem eiga að vera tilbúnir með hendur framréttar og hendir þeim á ippon seoinage eins oft og hann getur í þremur lotum á tilteknum tíma. Það eru 6 metrar á milli Uke A og Uke B og þeir ásamt Tori eiga að vera sem jafnastir í þyngd og hæð.

Fyrsta lota er 15 sek … (fjöldi kasta skráður)
10 sek pása
Önnur lota er 30 sek… (fjöldi kasta skráður)
10sek pása
Þriðja lota er 30 sek…  (fjöldi kasta skráður)
Strax að lokinni þriðju lotu er hjartsláttur mældur með pulsar úri og einni mínútu síðar er hjartsláttur tekinn aftur. Hjartsláttur er 1 og 2 er lagður saman og deilt í þá tölu með samanlögðum köstum.

Dæmi hjartsláttur (1) 185 og (2) 155 = 340
lota (1)   6 köst
lota (2) 11 köst
lota (3) 10 köst
Samtals 27 köst
Niðurstaða 340/27 = 12,59 sem er flott, sjá hér neðar.
SJFT