ModiÞví miður náði Þormóður ekki að sigra í viðureign sinni í +100 kg flokknum gegn Gi Geum Bae frá Kóreu. Hvorugur náði að skora og var glíman í járnum en Þormóður var samt í góðum málum þar sem þar sem Gi hafði fengið fleiri refsistig og allt leit út fyrir að Þormóður myndi sigra en þegar um 20 sek voru eftir fékk Þormóður dæmt á sig refsistig fyrir sóknarleysi og þá snerist staðan við og Gi Geum Bae stóð uppi sem sigurvegari. Næsta verkefni Þormóðs er þátttaka í Grand Slam í Tokyo 7. desember.