ModiÞá er búið að draga á Grand Prix í Jeju og mætir Þormóður Jónsson sem keppir í +100 kg flokki Gi Geum Bae frá suður Kóreu sem er í 106 sæti heimslistans. Þetta verður erfiður andstæðingur en hann varð þriðji á Grand Prix Qingdao 2013. Ef Þormóður sigrar þá mætir hann engum öðrum en Teddy Riner frá Frakklandi sem er sigursælasti júdómaður heims fyrr og síðar aðeins 25 ára gamall. Hann er sjöfaldur heimsmeistari auk þess að vera Ólympíu og Evrópumeistari svo það yrði áhugavert að sjá Þormóð reyna sig við hann. Þormóður keppir 29. nóv. þ.e. næsta laugardag og á fyrstu viðureign í flokknum og er hægt að horfa á beina útsendingu hér sem hefst kl. 10:00 að staðartíma og hér er hægt að fylgjast með framvindu mótsins. Þar sem að klukkan í Kóreu er 9 tímum á undan okkur keppir Þormóður um k. 1:00 eftir miðnætti 28. nóv. Að móti loknu fer hann yfir til Japans og keppir 7. desember á Grand Slam í Tokyo.