tv. Jóhann Másson formaður JSÍ, Guðrún Halldórsdóttir (móðir Sóleyjar Þrastardóttur), Daníela Rut Daníelsdóttir, Adrian Sölvi Ingimundarson og Þormóður Jónsson.

tv. Jóhann Másson formaður JSÍ, Guðrún Halldórsdóttir (móðir Sóleyjar Þrastardóttur), Daníela Rut Daníelsdóttir, Adrian Sölvi Ingimundarson og Þormóður Jónsson.

Stjórn Júdósambands Íslands kynnti júdófólk ársins árið 2014 á uppskeruhátið júdósambandsins í gær. Í ár voru þau Þormóður Jónsson júdómaður ársins og Daníela Rut Daníelsdóttir júdókona ársins.  Efnilegasta júdókona ársins var Sóley Þrastardóttir og efnilegasti júdómaður ársins var Adrian Sölvi Ingimundarson.

Júdómaður ársins 2014 – Þormóður Jónsson úr JR.

Þormóður keppir í þungavigt (+100 kg). Hann lét mikið að sér kveða í ár eins og síðastliðin ár. Hann vann öll þau mót sem hann tók þátt í hér heima og varð einnig Íslandsmeistari með félagi sínu í sveitakeppni JSÍ. Þormóður tók þátt í fjórum alþjóðlegum mótum á árinu auk æfingabúða. Bestur árangur hans á árinu eru tvenn silfurverðlaun á Evrópubikarmótum í London og Helsingborg.

Helsti árangur Þormóðs 2014.

  • EC Seniors í London 2. sæti
  • EC Seniors í Helsingborg, 2. sæti
  • EC Seniors í Tallinn, 16. sæti
  • Reykjavík Judo Open, 2.sæti
  • Íslandsmeistaramót, 1. sæti
  • Íslandsmeistaramót Opinn fl., 1. sæti
  • Íslandsmeistaramót Sveitakeppni, 1. sæti

Júdókona ársins 2014 – Daníela Rut Daníelsdóttir úr JR.

Daníela keppir í +78kg flokki. Hún var erlendis við júdóæfingar hluta ársins svo hún missti af nokkrum mótum hér heima en þrátt fyrir það varð hún punktahæst júdókvenna þetta árið.

Helsti árangur Daníelu 2014.

  • Íslandsmeistaramót, 1. sæti
  • Reykjavík Judo Open, 2.sæti

 

Efnilegasta júdókona ársins Sóley Þrastardóttir úr Júdódeild UMFN.

Sóley keppti ýmist í -70 eða -78 kg þyngdarflokki á árinu.  Hún varð  Íslandsmeistari í aldursflokknum U21 í -70 kg flokki. Að auki vann hún til gullverðlauna í sama aldursflokki í -78kg bæði á Afmælismóti og Vormóti JSÍ. Sóley vann til silfurverðlauna á Íslandsmóti fullorðinna í sama þyngdarflokki og í opnum flokki.

Efnilegasti júdómaður ársins 2014 – Adrian Sölvi Ingimundarson úr JR.

Adrian, sem keppir í +100 kg þyngdarflokki varð Íslandsmeistari bæði í U21 og U18 ára. Hann náði einnig góðum árangri í karlaflokkum en hann varð í  öðru sæti á Íslandsmóti karla, þriðji á Reykjavík Judo Open og gullverðlaun á Haustmóti JSÍ. Hann keppti í U18 á Opna Hollenska og Norðurlandamótinu og vann hann til silfurverðlauna á báðum mótum.