MatsumaeCHelgina 14. og 15. febrúar verður Matsumae Cup haldið í Vejle í Danmörku. Mótið er haldið annað hvert ár og er þetta í fjórtánda skipið en við Íslendingar höfum tekið þátt í því frá upphafi og unnið þar til fjölda gull, silfur og brons verðlauna í gegnum tíðina. Mótið er haldið af Danska júdósambandinu í samvinnu við Tokai University í Japan og þaðan koma alltaf topp keppendur sem ýmist eru í landsliði Japana eða við dyrnar. Að þessu sinni er ekki bara keppt í seniora flokkum heldur einnig í U18 og U21 árs. Við munum senda níu þátttakendur auk þjálfara og er fyrst að nefna Tékklandsfarana fimm þá Breka Bernharðsson, Egil Blöndal, Karl Stefánsson, Loga Haraldsson og Þór Davíðsson sem koma frá Prag og frá Íslandi koma þeir Adrían Ingimundarson, Elfar Davíðsson, Grímur Ívarsson, Sveinbjörn Iura og þjálfari og farastjóri verður Bjarni Friðriksson. Bein útsending verður frá keppninni og hér er nánari upplýsingar um mótið.