TokyoUm næstu helgi keppa þeir Þormóður Árni Jónsson +100 kg og Sveinbjörn Jun Iura -81 kg á Grand Slam Tokyo. Sveinbjörn keppir laugardaginn 4. des. og Þormóður sunnudaginn 5. des. en athugið að þeir eru 9 klukkustundum á undan okkur svo keppnin hefst kl. 1:00 eftir miðnætti í kvöld hjá Sveinbirni og kl. 1:00 eftir miðnætti annað kvöld hjá Þormóði. Búið er að draga og mætir Sveinbjörn Adingra frá Fílabeinsströndinni (CIV) og á Sveinbjörn ágætis möguleika á að komast í aðra umferð þó svo að ekkert sé öruggt í þeim efnum. Þormóður mætir hinsvegar bronsverðlaunahafanum frá síðasta Heimsmeistara og Evrópu móti Iakiv Khammo frá Úkraníu svo það verður við ramman reip að draga.  Keppnin verður í beinni útsendingu næstu þrjá daga frá kl. 1:00 eftir miðnætti eins og áður sagði og á Sveinbjörn elleftu glímu eða um kl. 1:50 og Þormóður þá áttundu eða um kl. 1:35.