Dofri Vikar Bragason vann til gullverðlauna á Reykjavik Judo Open sem haldið var í Laugardalshöll í gær.  Dofri sem keppti í -60 kg. flokki sigraði Færeyinginn Bárð Lengvig á hengingu. Selfyssingurinn Egill Blöndal komst í úrslit í -90kg. flokki en tapaði fyrir öflugum Jiri Petr frá Tékklandi.

Mótið var eitt sterkasta júdómót sem haldið hefur verið á Íslandi en auk Íslendinga kepptu 28 keppendur frá 8 þjóðlöndum að þessu sinni. Frakkar voru sigursælastir á mótiinu með þrenn gullverðlaun og ein silfurverlaun. Nánari upplýsingar ásamt öllum úrslitum er að finna á neðangreindum tenglum.

Úrslit  / Result