GSParis2016Þann 7. feb. næstkomandi þ.e. næsta sunnudag munun þeir Þormóður Árni Jónsson +100 kg og Sveinbjörn Jun Iura -81 kg á keppa á Grand Slam Paris. Keppendur eru frá 91 þjóð, 355 karlar og 204 konur eða alls 559 keppendur. Búið er að draga og mætir Sveinbjörn keppanda frá Fiji eyjum Josatek Naulu sem er í 55. sæti heimslistans  og Þormóður mætir Malki El Mehdi frá Marokó og er hann í 37. sæti heimslistans. Þetta var þokkalegur dráttur fyrir strákana og eiga þeir ágætis möguleika á að komast í aðra umferð þó svo að það sé langt frá því að vera öruggt því allt getur gerst á vellinum. Keppnin verður í beinni útsendingu og hefst kl. 9:00 að morgni laugardagsins 6. feb. en þá fer fram keppni í 60, 66 og 73 kg flokkum karla og 48, 52, 57 og 63 kg flokkum kvenna aðrir flokkar verða á sunnudaginn. Eins og áður sagði þá keppa þeir félagar á sunnudaginn og keppir Sveinbjörn um kl. 8:25 að íslenskum tíma á velli 2. en hann á sjöttu viðureign í flokknum. Þormóður keppir á velli 4. og á hann líklegast 41 viðureign á þessum velli en fleiri en einn flokkur keppir á sama vellinum. Viðureign Þormóðs ætti því að vera að um kl. 11 að íslenskum tíma. Hér má sjá röð viðureignanna og hér eru fréttir af mótinu frá IJF og Judoinside.