Í dag heldu JR ingar, Þróttarar Vogum og Grindavíkingar æfingamót í sveitakeppni í aldursflokknum U11 og voru keppendur um tuttugu og fór mótið fram í JR. Eins og áður sagði þá var þetta æfingamót og enginn sérstakur sigurvegari en allir keppendur fengu lágmark tvær viðureignir og lærðu formið sem notað er við sveitakeppni. Að lokinni keppni sem stóð í um tvær klukkustundir fóru þjálfarar þessara félaga með keppendur út að borða og síðan var farið í bíó. Það er skemmst frá því að segja að þetta tókst afar vel og allir ánægðir og sáttir að lokum með daginn. Þeir félagar Guðmundur B. Jónasson þjálfari JR inga hjá U11 og Arnar Már Jónsson þjálfari Grindavíkinga og Þróttara hafa undanfarin misseri verið reglulega með uppákomur fyrir börnin í þessum aldursflokki og eiga þeir þakkir skildar fyrir framtakið og að sjáfsögður þeirra samstarfsfélagar og þjálfarar sem þarna voru í dag þeir Emil Emilsson og Atli Þórðarson hjá JR og Aron Snær Arnarson og Sigurður  Heiðarr hjá Grindavík/Þrótti.