Ályktun stjórnar JSÍ 
Stjórn JSÍ vill, að gefnu tilefni, beina því til júdó klúbba og deilda að vanda til verka við gráðanir sinna félaga í kyu gráður.

Áréttað er að einungis þeir sem hlotið hafa 1. Dan sjái um gráðanir.

Eins bera stjórnir júdó klúbba og deilda ábyrgð á því að skýrslur um gráðupróf berist tækniráði JSÍ á tilskyldum tíma samkvæmt lögum og reglum JSÍ.

Ef um nýja iðkendur er að ræða sem hafa verið gráðaðir áður eru þeir sem gráða hvattir til að leita sér upplýsinga hjá tækniráði JSÍ hvort að þær gráður sem iðkandi telur sig vera með standist.

Mikilvægt er að bæði júdó klúbbar/deildir og JSÍ sýni fagmennsku og ábyrgð við gráðanir iðkenda.