Í morgun lögðu af stað til Budapest þeir Sveinbjörn Iura, Egill Blöndal og Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari. Þar munu þeir hitta fyrir Loga Haraldsson sem ásamt þeim tveim fyrstnefndu munu keppa á Budapest Grand Prix um næstu helgi. Keppendur koma frá fimm heimsálfum og níutíu þjóðum og eru þeir alls 626, karlarnir eru 371 og konurnar 255. Logi og Sveinbjörn keppa í -81 kg flokki laugardaginn 11. ágúst og Egill í -90 kg flokki á sunnudaginn og hefst keppni báða dagana kl. 8 að morgni að Íslenskum tíma. Í 81 kg flokknum eru sextíu keppendur og á Logi þriðju viðureign og mætir hann Nicon Zaborosciuc (MDA), Sveinbjörn á níundu eða tuttugustu og þriðju viðureign og mætir hann Medickson Del Orbe (DOM). Egill á tólftu eða tuttugustu og fimmtu viðureign í -90 kg flokknum þar sem keppendur eru fimmtíu og sjö og  mætir hann Rafal Kozlowski  frá Póllandi en hann keppti og vann -90 kg flokkinn á Reykjavík Judo Open 2018. Hér er hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu og hér er drátturinn og gamla útgáfan er hér.