Fjögur gull og eitt brons á Norðurlandamótinu í júdó

Frá vinstri, Þorvaldur Blöndal -100 kg gullverðlaun, Axel Ingi Jónsson -81 kg brons, Sævar Róbertsson U17 ára -90kg gull, Bjarni Skúlason -90 kg gull, Þormóður Jónsson +100 kg gull.

NM í júdó var haldið laugardaginn 31. maí og sunnudaginn 1.júní í Helsingör í Danmörku. Keppendur voru 418 og er þetta langfjölmennesta Norðurlandamótið frá upphafi. Keppt var í Seniora flokkum, juniora flokkum U19 og cadet U17 og einnig í fyrsta skipti í öldungaflokkum. Keppendur voru frá öllum norðurlandaþjóðunum nema Færeyjum og voru Íslensku keppendurnir 19.

Í öldungaflokki keppti Garðar Skaftason í -90 kg og varð í fjórða sæti. Jón Þór Þórarinsson -73 kg og Ásta Lovísa Arnórsdóttir -57 kepptu í júníora flokkum. Ásta tapaði fyrstu glímu en fékk uppreisn og tapaði henni líka en með minnsta mun eða koka. Jón Þór fékk Dana og var glíman jöfn ogstefndi í gullskor en þegar örfáar sekúndur voru eftir af viðureigninni náði Daninn að kasta Jóni og fékk Jón ekki uppreisnarglímu.

Í flokki U17 kepptu þeir Ingi Þór Kristjánsson og Eysteinn Finnsson í -66 kg flokki og Stefán Ingi Ómarsson í -55 kg. Þeir stóðu sig með prýði en því miður náðu þeir ekki að sigra sína andstæðinga og komust því ekki áfram í mótinu en það gerði hins vegar Sævar Róbertsson í sama aldursflokki en hann varð Norðurlandameistari í -90 kg flokki og vann hann þar fyrsta gullið okkar á mótinu.

Anna Soffía Víkingsdóttir keppti í -70 kg og stóð sig mjög vel. Í hennar flokki voru 5 konur og var því keppt í riðli þar sem allir kepptu á móti öllum. Anna vann tvær viðureignir og tapaði tveimur  og endaði í fjórða sæti.

Í -66 kg flokki keppti Viktor Bjarnason. Hann tapaði fyrstu viðureign en fékk uppreisn og tapaði hennieinnig.

Í -73 kg flokknum voru fjórir keppendur frá okkur. Það voru þeir Eiríkur Kristinsson, Jón Þór þórarinsson, Kristján Jónsson og Eyjólfur Eyfells. Eiríkur varð í 7. sæti og Kristján í 12 sæti aðrir unnu ekki viðureignir en Jón Þór var þó ekki langt frá því þar sem hann leiddi viðureignina og hafði skorað yuko og aðeins 20 sek eftir þegar að honum er kastað.

Í -81 kg flokknum kepptu þeir Axel Ingi Jónsson, Hermann Unnarsson og Sveinn Orri Bragason. Hermann og Orri töpuðu báðir sínum fyrstu viðureignum og duttu þar með út úr keppni en Axel vann fyrstu tvær viðureignirnar sínar en tapaði þeirri þriðju. Hann fékk uppreisn og keppti um bronsið og vann það örugglega.

Í -90 kg flokknum kepptu þeir Bjarni Skúlason og Jósep Þórhallsson. Jósep tapaði sinni fyrstu viðureign og fékk ekki uppreisnarglímu en Bjarni vann allar sínar viðureignir (fjórar) örugglega og hafði mikla yfirburði. Í úrslitaglímunni glímdi hann Dana og fór sú glíma í gullskor og þar lagði Bjarni hann glæsilega á ippon kasti og var glíman sýnd í beinni útsendingu í Danska sjónvarpinu.

Í -100 kg flokknum keppti Þorvaldur Blöndal. Fyrstu glímuna vann hann  Svía með fastataki en tapaði næstu en komst uppúr riðli og í undanúrslit. Þar vann hann fyrst Dana og úrslitaglímuna keppti hann á móti Finna. Þorvaldur glímdi af öryggi og tók litla áhættu eftir að hann komst yfir og vann glímuna örugglega.

Í +100 kg flokknum keppti Þormóður Jónsson.  Fyrsta viðureign Þormóðs var gegn Svíanum Christofer Johannsson sem varð í þriðja sæti á EM juniora í fyrra. Þetta var í raun úrslitaglíman en þeir tveir eru á vafa bestu júdómennirnir í þesssum þyngdarflokki á Norðurlöndum. Eftir venjulegan keppnistíma sem er 5 mínútur, fór glíman í gullskor sprengdi Þormóður Svíann gjörsamlega og henti honum á Ippon á fyrstu mínútu gullglímunnar. Þormóður vann allar sínar glímur og fjórða gullið fyrir Ísland.

Ísland vann liðakeppni karla með 3 gull , Finnar í öðru sæti með 2 gull , Danir í því þriðja með 1 gull og Norðmenn í 4 sæti einnig með 1 gull og Svíar ráku lestina.

Gold Silver Brons
1. Iceland 3 0 1
2. Finland 2 2 6
3. Denmark 1 2 3
4. Norway 1 1 0
5. Sverige 0 2 3