Brons í sveitakeppninn.

Sveitakeppnin hófst í morgun og voru átta lið skráð til keppni en AND dróg sig úr keppni í fyrradag og í morgun hætti SMR við þátttöku en við áttum einmitt að mæta þeim.  Þar sem SMR dróg sig úr keppninni vorum við komnir í aðra umferð  og mættum MON sem höfðu sigrað MLT. Ingi Þór, Birgir og Bjarni kepptu í fyrstu umferð og mætti Ingi -66kg sama manni hann hafði tapað fyrir í einstaklingskeppninni. Ingi glímdi fanta vel og var MON ekkert að fara með hann þrátt fyrir að hann væri um tíu árum eldri en Ingi. Um miðja glímuna sparkar MON í hnéð á Inga og tognaði hann illa. MON hefði með réttu átt að fá Hansokomake fyrir þetta en slapp með skrekkinn. Þegar glímam hófst aftur gat Ingi ekki beitt sér fekk á sig sido og MON skoraði einnig yuko og þannig var staðan þar til 2:00 voru eftir en þá féllu þeir í gólfið úr einni sókninni án þess að skora og einhvernveginn komst MON í fastatak og vann á því.  Birgir -81 keppti næstur.  MON náði strax góðum tökunum fór inní v/yuko tomonage og Birgir reyndi að standast það og virtist ætla takast það en snerist svo og MON vann á Ippon. Bjarni var næstur -100kg og eins og í einstaklingskeppninni var hann aldrei í hættu. Mon var fyrst og fremst í vörn og sótti lítið enda fékk hann á sig þrjú sido og þegar 0:59 sek voru eftir henti Bjarni honum á ippon með v-oushigari. Mon vann því þessa kepppni með tveimur gegn einum og mæta CYP í úrslitum í dag en við mættum LUX í keppninni um bronsið.

Gegn LUX var liðið skipað sömu mönnum nema Inga og keppti Axel í -66kg.  Þar sem LUX hafði ekki keppanda í -66kg fékk Axel sigurinn og næst keppti Birgir. Lux byrjaði betur og komst inní uchimata snemma í glímunni og skoraði yuko. Við það vaknaði Birgir og fór í gang og átti ágætis sóknir og var ekki langt frá því að pikka LUX upp þegar hann reyndi aftur uchimata. Glíman var nokkuð jöfn og var Birgir farinn að sýna flotta takta og hefði alveg getað unnið þessa glímu en því miður þá komst LUX í fastatak þegar 2:14 voru eftir og losnaði Birgir ekki úr því.  Nú vorum bæði liðin með einn vinning svo viðureign Bjarna í -100kg var hrein úrslitaglíma. Í stuttu máli að þá var þetta afar illa dæmd glíma. Luxarinn var stanslaust í vörn, hélt í beltið og var með nekatíft júdó og hefði í raun átt að vera kominn með hansokomake um miðja glímu en fekk aðeins tvö sido og öllum til mikillar furðu tóks dómaranum einhvernveginn að koma tveimur sido á Bjarna og það seinna þegar nokkar sekúndur voru eftir og fór glíman í gullskor. Í gullskorinu var það sama uppá teningnum og Lux hékk í vörn en fékk þó sido eftir tæpa eina mín og þegar 3:30 voru eftir fékk hann sitt annað sido og þar með vann Bjarni og höfnuðum við því í þriðja sæti ásamt LIE.

Keppninni er lokið í júdóinu og niðurstaðan vel ásættanleg, þrjú gull í einstaklingskeppninni og  brons í sveitakeppninni.