Það var eitt gull, þrjú silfur og fjórða og fimmta sætið sem kom í hlut okkar í fyrri hluta Smáþjóðaleikanna 2011.
Þormóður Jónsson +100 kg, (Gull) vann allar sínar viðureignir örugglega en í þungavigtinni voru fimm keppendur og bar hann höfuð og herðar yfir þá getulega. Það var aðeins fyrsta viðureignin gegn MON sem  var glímd allan tímann.  Mon var í mikilli vörn og vann Þormóður hann með einu yuko auk þess sem MON var kominn með þrjú shido. Í annari viðureign vinnur hann á ippon með vel útfærðu Uranage gegn 180 kg keppanda frá LIE þegar glíman var umþað bil hálfnuð. Næst var það viðureign gegn LUX og vinnur hana með Osoto- Makkikomi og fekk fyrir það wazaari og fer beint í fastatak og vinnur á ippon.  Í síðustu viðureign gegn AND vinnur hann einnig á ippon og nú með flottu Kosoto-gari.
Þorvaldur Blöndal -100 kg, (Silfur) var líka í fimm manna riðli og vann fyrstu þrjár viðureignirnar með yfirburðum. Fyrst var það gegn MON og vinnur hann hann á ippon með  Uchimata eftir tvær mínútur. Næst vinnur hann CYP með mótbragði og fékk fyrir það wazaari og vinnur sig inn í fastatak sem CYP átti ekki möguleika að sleppa úr og vinnur hann á ippon en þá var um ein mínúta eftir. Gegn LIE vinnur hann einnig á ippon eftir eina mínútu með Uchimata og fékk Wazaari  fyrir það og í framhaldi hélt hann honum.  Það var ekki fyrr en í fjórðu viðureign gegn LUX sem hann tapaði en hann missti jafnvægið eitt augnablik eftir hægra sóp sem var fylgt eftir með fallegu vinstra Deashi barai, ippon.
Hermann Unnarsson -81 kg, (Silfur) var í sjö manna útslætti. Hann byrjar strax mjög vel, glímir alveg frábærlega fyrstu tvær viðureignir og fyrstu þrjár mínúturnar í úrslitaglímunni en þá var eins og eitthvað skeði, hann stífnar allur upp og gat sig vart hreyft. Fyrsta viðureignvar gegn AND og vinnur Hermann eftir rúma mínútu á fastataki. Næst er það gegn MON og kemur Hermann mjög aggresivur og tætir hann í tökunum MON fellur í gólfið og Hermann fylgir vel fer eldsnöggt í hengingu  og vinnur á ippon. Hér er hann kominn í úrslit og í þeirri viðureign gegn LUX var hann með algjöra yfirburði, glímdi mjög professional, búinn að skora wazaari (gat alveg verið ippon) og þrjú yuko,  hann hafði glímuna í hendi sér og komst LUX aldrei að en eins og áður sagði að þá skeði eitthvað þega tvær mínútur voru eftir , líkast til vatnsskortu eftir að hafa létt sig en það var mjög loftlaust og heitt í höllinni og þegar 40 sek voru eftir komst LUX í sína einu sókn og skorar ippon með Kosotogari, sorglegt.
Anna Soffía Víkingsdóttir -70 kg, (Silfur) var í fjögurra manna riðli. Hún glímdi mjög öruggt fyrstu tvær viðureignirnar og vann þær með yfirburðum Fyrst var það gegn MON þá viðureign vinnur hún á ippon með fastataki þegar um tvær mínútur voru eftir. Næst var það gegn LIE og þar var hún líka mjög örugg, átti glímuna og vinnur á ippon með fallegu Seionage eftir þrjár mínútur. Það var ekki fyrr en í síðustu viðureign gegn LUX sem að hún glímdi ekki eins og hún er vön, fann sig ekki. Fékk snemma á sig wazaari og tapaði á ippon um miðja viðureign þegar LUX komst í vinstra Harai goshi.
Ingi Þór Kristjánsson -73 kg (4. sæti) var í fimm manna riðli. Hann vann eina viðureign og var það gegn AND. Fyrstu viðureign gegn mjög reyndum keppanda frá MON en hann hefur unnið þrisvar sinnum þessa leika og vann í fjórða skiptið síðar þennan dag, tapaði Ingi á ippon eftir tvær mínútur en hafði sýnt ágætis takta. Næst var það gegn CYP en þar tapar Ingi á mótbragði einnig eftir tvær mínútur. Gegn AND í þriðju viðureign glímdi Ingi mjög vel og hafði þar yfirburði, eftir tvær mínútur skorar hann wazaari með hægra seionage og fylgir vel eftir í fastatak, ippon.  Í fjórðu og síðustu viðureign gegn LIE var hann ekki nógu ákveðinn, vantaði grimmd. Hann náði ekki að brjóta upp tök andstæðingsins og virtist hálf ráðalaus. Glíman var glímd í fullar fimm mínútur og tapaði Ingi á þremur shido.
Birgir Páll Ómarsson -90 kg (5.sæti)  keppti í sex manna úrslætti. Hann sat hjá í fyrstu umferð og mætti LUX í annari.. LUX náði að halda yfir hnakkann á Birgir og beygja hann niður og átti Birgir þá erfitt með sókn og leit illa út. Hann náði þó að rífa sig lausan og barðist vel og glíman var í járnum en fór þó þannig að lokum að Birgir tapar á tveim shido gegn einu shido. Þar sem að Birgir hafði setið hjá í fyrstu fór hann beint í brons glímuna og nú gegn CYP sem náði að blokkera hægri hendina á Birgi sem var þá hálf lamaður.  CYP skorar wazaari og leiddi viðureignina og hélt uppteknum hætti að blokkera hendina á Bigga. Birgir náði þó að losa sig og átti góðar sóknir og í einni þeirra jafnar hann með fallegu vinstra seionage og í framhaldi fékk CYP shido svo þetta leit vel út. Þegar 50nsek voru eftir fór Birgir aftur í vinstra seionage en þá náði CYP mótbragði og skorar aftur wazaari og þar með var glíman búinn.
Heilt á litið glímdu allir okkar menn mjög vel og með smá heppni hefðu gullin
getað orðið þrjú þennan dag.
Liðakeppnin fer fram á eftir og þar eru átta lið skráð til keppni og keppt með úrsláttarfyrirkomulagi og mætum við AND í fyrstu viðureign. Miðaðvið árangur okkar manna í einstaklingskeppninni lítur þetta vel út á pappírum en það er bara sýnd veið en ekki gefin en strákarnir munu örugglega leggja siga alla fram. Það verða þeir Þorvaldur og Birgir sem munu sjá um -100 kg flokkinn og Hermann og Ingi um -81 kg.