Þormóður Jónsson varð í öðru sæti á Heimsbikarmótinu á Samoa eyjum sl. helgi. Á leið í úrslitin sló hann út menn sem allir voru ofar á heimslistanum en hann. Hann vann þrjár glímur og allar öruglega og í úrslitaglímunnni gegn Sherrington frá Bretlandi leiddi Þormóður glímuna nánast allan tímann og var yfir þar til alveg í lokin að Þormóður uggði ekki að sér þegar hann tók yfir axlir bretans þá skaust hann í mjög vel útfært Ogoshi og skoraði ippon.  Áður hafði Þormóður lagt af velli keppendur frá Líbanon, Mongólíu og Argentínu. Þessi árangur Þormóðs færði hann upp í 53 sæti heimslistans og mun ofar á sérstökum Evrópulista en þar komast 25 stigahæstu (11 konur og 14 karlar í öllum flokkum) á Ólympíuleikana.