Gráðupróf á vegum JSÍ (beltapróf) fyrir 1. kyu og hærri gráður verður haldið þriðjudaginn 4. desember eins og kemur fram í mótaskrá. Prófað verður hjá Júdófélagi Reykjavíkur og Júdófélaginu Draupni á Akureyri kl. 20:00 og hafa gráðugögn þ.e. umsóknarform, prófskýrsla og gráðuprófblöð verið send á alla klúbba. Umsóknareyðublaði fyrir þá sem ætla í 1. kyu eða hærri gráðu þarf að senda á  jsi@judo.is í síðastalagi sunnudaginn 2. desember. Júdóklúbbarnir gráða sjálfir sína iðkendur til og með 2. kyu (blátt belti) og skal gráðunum þeirra vera lokið fyrir 15. desember, aðrar gráðanir eru á vegum JSÍ. Þegar gráðun er lokið þarf að senda JSÍ fyrir 20. desember 2012 „prófskýrslu“ ásamt staðfestingu á greiðslu þjónustugjalds próftaka kr. 2000 vegna núverandi keppnistímabils sem er sept. 2012 til sept. 2013. Ekki þarf að skila prófblöðunum sjálfum, hver klúbbur varðveitir og passar þau í skjalaskrá þannig að hægt er að fletta upp í þeim ef á þarf að halda.
Athugið að unglingar sem verða 15 ára á þessu ári og eru að fara í gráðun þurfa að sýna allar hengingar og lása úr fyrri gráðunum ef því er fyrir að fara.