image32-300x225Því miður tókst okkur ekki að komast í úrslitin en vorum ekki langt frá því þrátt fyrir að byrja alltaf með einn vinning undir. Gegn Mónakó unnum báðir strákarnir okkar öruggt tvö eitt og mættu næst Malta. Sveinbjörn var yfir og stjórnaði glímunni og fannst okkur sem utan vallar stóðum að það væri bara tímaspursmàl hvenær hann kláraði dæmið. Þegar um þrjár mín voru eftir fer Sveinbjörn inn í Ouchi gari og alveg óvænt var hann tekinn á mótbragði -Ippon ;( og þar með var draumurinn um gullið úti. Þorvaldur fór í sinn andstæðing og sigraði með fallegu Uchimata (wazaari) og fylgdi eftir með fastataki – Ippon. Þeir mæta San Marino í keppninni um bronsverðlaunin eftir um það bil klukkustund.