Seinni hluti Bikarkeppninnar 2013 fer fram í JR laugardaginn 5. okt. og hefst kl.11:00.
Það eru fimm lið í aldursflokknum U15 og eru þau eftirfarandi, ÍR/JG, JR, Njarðvík-A og Njarðvík-B og Selfoss. Í karlaflokki eru liðin fjögur, Ármann, ÍR, JR og Njarðvík. Bikarkeppni kvenna kláraðist í vor og varð JR-A bikarmeistari. Hér er staðan í U15 og hér er staðan í karlaflokki.

Haustmót JSÍ 2013 fer fram 12. okt. og verður haldið í Vogum Vatnsleysuströnd í umsjón Júdódeildar Þróttar og hefst kl.11:00. Nánari upplýsingar að loknum skráningarfresti sem er mánudagurinn 7. okt.