TagirÓlympíumeistarinn í -100 kg flokki og fyrrum heims og evrópumeistari Tagir Khaibulaev hefur staðfest þátttöku sína á Reykjavík Judo Open. Hann ásamt Lukas Krpalek núverandi evrópumeistara sem áður hefur staðfest þátttöku eru tveir af öflugustu og þekkustu júdómönnum í heimi í dag og munu lyfta mótinu á mikið hæra plan og án efa verða til þess að vekja athygli annar erlendar keppenda á Reykjavík Judo Open sem munu þá sækja okkur heim á komandi árum. Ásamt Tagir mun annar öflugur en minna þekktur Rússi Naniy Mikhail keppa í -81 kg flokknum og með þeim kemur þjálfarinn Taov Khasanbi bronsverðlaunhafi frá Ólympíuleikunum 2004. Einnig hefur staðfest þátttöku Þjóðverjinn Fabian Seidlmeier sem æfir með TSV Abensberg núverandi Evrópumeisturum félagsliða. Óhætt er að fullyrða að aldrei hafa jafn þekktir og sterkir júdómenn sótt okkur heim og nú. Að morgni sunnudags verður tveggja tíma æfing með þessum köppum og þar gefst kanski tækifæri á að spreyta sig gegn þeim.