RIG_2014 _203Þormóður keppti á Grand Slam í Tokyo í dag gegn Michal Horak og því miður tapaði hann þeirri viðureign. Michal hafði náð að skora wazaari með hægra O-goshi og fylgdi eftir og komst í fastatak sem Þormóður náði að losa úr og í næstu sókn sem Þormóður átti reyndi hann að kasta Michal á kos-soto gake en fékk ekkert fyrir kastið þar sem Michal náði að snúa sér á magann en hann var eldfljótur aftur til baka og náði aftur fastataki á Þormóði og í þetta skiptið náði hann að halda því og þar með var Þormóður úr leik. Michal mætti næst Renat Saidov frá Rússlandi og tapaði þeirri viðureign og féll einnig úr keppni en Renat stóð uppi sem sigurvegari í lok dagsins þungavigtinni.