SONY DSCPáskamót JR og Góu var haldið um helgina og voru keppendur tæplega 90 frá 8 klúbbum. Páskamótið sem er vinsælasta mót ársins hjá yngri júdó iðkendunum var orðið það fjölmennt árið 2013 að til þess að hægt væri að halda mótið í JR heimilinu þurfti að takmarka þátttakendafjöldann og settur var hámarks aldur 14 ár. Þó svo klúbarnir hafi verið átta og aldrei verið fleiri var ekki met þátttaka því töluvert var um afföll og hefur veðrið vafalaust spilað þar inní en færðin var ekkert of góð en þrátt fyrir það mættu Selfyssingar með sitt fjölmennasta lið frá upphafi á Páskamótið og það gerðu Þróttarar einnig og var eftir því tekið. Keppendur helgarinnar voru hinsvegar virkilega góðir og sýndu flott tilþrif með fullt af ippon köstum sem ekki er svo algengt í þessum aldursflokki. Hér eru úrslitin.