Jóhann Másson_Þing JSÍ 2015Á ársþingi Júdósambands Íslands í gær var Jóhann Másson endurkjörinn formaður JSÍ til næstu tveggja ára, (2015-2017). Jóhann var fyrst kosinn formaður árið 2013 þegar Magnús Ólafsson þáverandi formaður gaf ekki kost á sér lengur eftir formensku í rúman áratug. Aðrir sem kosnir voru í aðalstjórn nú og til tveggja ára (2015-2017) eru Birkir Hrafn Jóakimsson, Jón Hlíðar Guðjónsson og Kristján Daðason. Varamenn eru kosnir til eins árs og hlutu kosningu þau Hjördís Ólafsdóttir, Anna Víkingsdóttir og Björn Sigurðarson. Ásamt ofangreindum í aðalstjórn eru einning þeir Bjarni Ásgeir Friðriksson, Björn Halldórsson og Hans Rúnar Snorrason en þeir voru kosnir fyrir tímabilið 2014-2016. Skoðunnarmaður sambandsins eru Runólfur  Gunnlaugsson og Gísli Jón Magnússon til vara. Á þinginu voru ýmis mál rædd eins og gengur og lögð fram fjárhagsætlun sem var samþykkt ásamt nýrri afreksstefnu.