JEJU 2015Þormóður Árni Jónsson keppir næsta laugardag (28. nóv) á Grand Prix í Jeju í Kóreu. Búið er að draga og mætir hann Freddy Figueroa frá Ekvador.  Þormóður á ágætis möguleika á að sigra Freddy þó svo að ekkert sé öruggt í þeim efnum en ef svo fer þá mætir hann sterkasta judomanni heims fyrr og síðar en það er enginn annar en Teddy Riner núverandi Ólympíumeistari og átt faldur heimsmeistari. Ef svo fer þá verður afar áhugavert að fylgjast með þeirri viðureign sem verður í beinni útsendingu. Keppnin hefst kl. 1 eftir miðnætti í kvöld (föstudagur) á okkar tíma en þá er kl. 10 að laugardagsmorgni í Jeju og á Þormóður fyrstu viðureign í +100kg flokknum.