Ulfur EM VantaaEM Cadett í Vantaa í Finnlandi 2. júlí. Úlfur Böðvarsson keppti á EM Cadett og var Þórdís Böðvarsdóttir honum til aðstoðar. Úlfur mætti þar Christopher Muama frá Frakklandi og varð að játa sig sigraðan.


Logi Paks
Junior European Cup
í Paks í Ungverjalandi 10. Júlí. Þar kepptu þeir Logi Haraldsson og Egill Blöndal og var Garðar Skaftason þeim til aðstoðar. Egill tapaði fyrstu viðureign og féll úr keppni en Logi komst í þriðju umferð og endaði í 12. sæti.

 

 

 

Egill og Garðar Polland

Junior European Cup í Gdynia í Póllandi 17. Júlí. Þar keppt Egill Blöndal og var Garðar Skaftason honum til aðstoðar. Egill náði flottum árangri en hann vann tvær viðureignir og tapaði tveimur og endaði í 9. sæti.

 

 

Nymburk 2016Junior European Cup í Prag  í Tékklandi 24. Júlí. Þar kepptu þeir Logi Haraldsson, Úlfur Böðvarsson og Grímur Ívarsson og átti Egill Blöndal að vera þar líka en komst ekki sökum veikinda. Þeim til aðstoðar var Þormóður Jónsson. Þeir töpuðu allir sinni fyrstu viðureign og féllu þar með úr keppni. Logi tapaði þarna fyrir Austurríkismanni sem hann hafði unnið örugglega í Paks tveimur vikum fyrr og Grímur lenti í gríðasterkum keppanda, heimsmeistaranum frá 2015 í Cadett flokki sem var of of sterkur fyrir Grím og Úlfur ætlaði sér of mikið strax í upphafi og tapaði viðureigninni hugsanlega fyrir fljótfærni. Að loknu móti tóku við hjá þeim fjögurra daga alþjóðlegar æfingabúðir í Nymburk og var Þormóður með þeim. Þangað mætti einnig  Ólympíulið Tékka og Hvít Rússa og var þetta loka æfingin á Evrópu ferð Þormóðs fyrir Ólympíuleikana.

 

Nymburk 1 2016Junior European Cup í Berlín í Þýskalandi 31. Júlí. Þar keppti Logi Haraldsson og átti Egill Blöndal að vera þar líka en komst ekki sökum veikinda. Logi var því einn á mótinu og án aðstoðarmanns. Hann mætti Ungverja þeim sama og hann hafði tapað fyrir í þriðju umferðinni í Paks fyrir nokkrum vikum og tapaði einnig fyrir honum hér og var þar með úr leik. Að loknu móti tekur við fjögurra daga æfingabúðir í Berlín hjá Loga og er hann svo væntanlehgur heim aftur 4. ágúst. Hann hefur hann þá verið við æfingar og keppni í víða í Evrópu frá júní byrjun en hann byrjaði í Bath, síðan Munchen sem hann var lengstum, fór í viku æfingabúðir í til Swiss og í æfingabúðir samhliða mótunum sem hann tók þátt í.

Æfingabúðir í Gerlev í Danmörku 31. júlí til  5. ágúst. Frá Íslandi fóru þau Gísli Vilborgarson, Ásþór Rúnarsson, Alexandra Sigfúsdóttir, Petra Jóhannesdóttir og Ingunn Sigurðardóttir og hitta í Danmörku Ástrósu Hilmarsdóttur sem kemur frá Svíþjóð og Úlf Böðvarsson og Grím Ívarsson sem búsettir eru í Danmörku sem stendur. Svo það er flottur og öflugur hópur frá Íslandi á meðal þátttakenda.