JSÍ sendi hóp ungra keppenda til Noregs um helgina á Norwegian Judo Cup í Kongsberg og komu þau til baka hlaðin góðmálmum. Alexander Heiðarsson og Ásta Lovísa Arnórsdóttir unnu bæði til gullverðlauna, Ásta vann -57 kg flokk kvenna en Alexander vann í U18 -55 kg og varð í þriðja sæti í U21 -60 kg. Ingunn Sigurðardóttir varð í öðru sæti í -63 kg flokki kvenna og Berenika Bernat í því þriðja en hún keppti einnig í aldursflokkum U18 og U21 og varð i öðru sæti í U18. Þær Petra, Hekla og Heiðrún áttu ágætar viðureignir en náðu ekki að komast á pall að þessu sinni. Þetta var flottur árangur hjá þessu unga liði sem uppskar tvenn gullverðlaun, tvennsilfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Þjálfari með hópnum var Anna Soffía Víkingsdóttir. Hér eru öll úrslitin.