Íslandsmót karla og kvenna 2018 verður haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 5. maí næstkomandi og hefst kl. 10 með forkeppni sem lýkur um kl. 12. Úrslit hefjast svo kl. 13 og standa þau yfir til kl. 14 en þá hefst keppni í opnum flokkum sem lýkur um kl. 15:30 og mótslok kl. 16. Hér er keppendalistinn.

Vigtun hjá JR föstudaginn 4. maí frá 18:30-19:00 og muna að hafa bæði bláan og hvítan judobúning kláran í keppninni, nánari upplýsingar hér.

Stefnt er að því að mótið verði í beinni útsendingu á youtube. Hægt er að horfa á mótið með því að smella hér að neðan: