Haustmót seniora 2018 var haldið á Selfossi 20. október s.l. Keppendur voru um þrjátíu manns frá fimm klúbbum. Úrslitin voru nánast eftir bókinni og unnu gullverðlaunahafarnir allar sínar viðureignir nokkuð örugglega ef frá eru taldar úrslitaviðureignirnar í -70 kg kvenna og -100 karla. Í -70 kg flokknum tapaði Ingunn Sigurðardóttir gegn Svenju  Meissner en eftir venjulegan glímutíma hafði hvorugri tekist að skora og voru því jafnar og fór viðureignin því í gullskors keppni og þar náði Svenja wazaari á Ingunni og vann þar með viðureignina. Í -100 kg flokknum börðust þeir félagar Þór Davíðsson og Grímur Ívarsson til úrslita og var glíma þeirra jöfn og spennandi en Þór hafði skorað wazaari tiltölulega snemma og reyndi Grímur sitt ítrasta til að jafna. Báðir sköpuðu sér ágætistækifæri til að gera út um glímuna en Þór glímdi öruggt og hélt sínu og stóð að lokum uppi sem sigurvegari eftir fullum glímutíma. Hér eru myndir af verðlaunahöfunum og úrslitin.