Ægir Valsson keppti á laugardaginn í – 90 kg flokknum á Opna Skoska í Glasgow. Það byrjaði vel hjá honum þegar hann vann fyrstu viðureign á ippon. Því miður tapaði hann svo næstu viðureign í gullskori og þar með var möguleikinn á gulli úr sögunni þar sem keppt er með útsláttarfyrirkomulagi en hinsvegar enn möguleiki á bronsverðlaunum. Í uppreisnarglímum vinnur hann næstu tvær örugglega, þá fyrri á tveimur wazaari og þá seinni á ippon. Hann er þar með kominn í keppnina um bronsverðlaunin. Ægir leiddi þá viðureign framan af með wazaari en andstæðingur hans gafst ekki upp og náði góðu skori á Ægi og fékk ippon fyrir það og tók bronsverðlaunin. Ægir var ekki sáttur með framistöðu sína en flensa sem hann náði sér í hefur örugglega haft sín áhrif á hana. Nú er bara að vona að hann verði búinn að jafna sig á flensunni fyrir næsta laugardag þegar hann keppir á Reykjavík Judo Open í Laugardalshöllinni.