Keppni fór fram á Danish Open 2020 daganna 8-9 febrúar. Fyrri daginn þegar keppt var í flokkum seniora og U18 gekk erfiðlega hjá okkar mönnum. Það gekk þó mun betur seinni keppnisdaginn þ.e. hjá u15 og u21 árs, glímufjöldinn var nánast sá sami og fyrri keppnisdaginn en það unnust næstum helmingi fleiri glímur. Vésteinn Bjarnason júdodeild Selfoss náði bestum árangri þegar hann náði í silfurverðlaun U15 -60 kg. Vann hann þrjár glímur en tapaði einni. Daníel Árnason UMFN keppti um bronsverðlaunin í U21 -55 kg en varð að játa sig sigraðan og endaði í 5. Sæti. Romans Psenicnijs úr JR vann tvær viðureignir og tapaði tveimur í U15 -46 kg flokki og varð í 7. sæti. Aðrir náðu ekki eins langt en nokkrir unnu ýmist eina til tvær glímur og sýndu frábær tilfrif eins og t.d Ouchi-gari hjá Aðalsteini Björnssyni og Logi Haralds átti frábært kast í einni uppreisnarglímunni svo eitthvað sé nefnt en það má líklega sjá allar glímurnar hér á næstu dögum. Hér má sjá öll úrslit mótsins.