Sveinbjörn Iura keppti um síðast liðna helgi þ.e. 22. Febrúar á Dusseldorf Grand Slam. Sveinbjörn drógst gegn Sotelo Angeles en sátu þeir báðir hjá í fyrstu umferð og mætust því annarri umferð. Sotelo sótti meira í byrjun glímunar og komst snemma yfir, þegar honum tókst að skora wazaari með seoinage kasti. Sveinbjörn nýtti þó misheppnaðar sóknir Sotelo til þess að vinna í gólfinu og var nærri því tvisvar búinn að ná Soltelo í fastatak. Í þriðja skiptið náði Sveinbjörn að festa Soltelo á bakinu og komst hann hvergi. Sigraði því Sveinbjörn á öruggu fastataki. Næst mætti han Jaromír Muzil frá Tékklandi, sem áður hafði sigrað Sacha Denanyoh frá Togo. Sveinbjörn byrjaði glímuna gegn Muzil af krafti og náði góðum tökum. Sveinbjön sótti að Muzil en sóknir hans báru ekki árangur, hinsvegar nýtti Muzil sér misheppnaða sókn Sveinbjörns til þess að sækja að Sveinbirni í gólfinu og tókst honum að komast í armlás og neyddist Sveinbjörn til þess að gefast upp eftir mikla mótspyrnu. Árangur þessi veitti Sveinbirni 120 punkta fleitti honum í 75. Sæit heimslistans. Það er gaman að greina frá því að Robin Pacek frá Svíþjóð, Robin Pacek (-81 kg) átti frábæran dag en hann sigraði fimm andstæðinga af sex og tók bronsverðlaunin og eru það fyrstu verðlaun hans á Grand Slam móti og nánast tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikanna í sumar en 18 efstu á listanum eru öruggir inn auk þeirra sem komast inn á álfukvóta. Robin var með 1.669 Ol. punkta fyrir þetta mót og inni á leikunum í gegnum álfukvóta sem hann mun þá ekki þurfa að nota og einhver annar fær þann rétt og verður fróðlegt að fylgjast með því. Hér má nálgast öll úrlist mótsins.