Sam­komu­bann hef­ur verið sett á hér­lend­is vegna kór­ónu­veirunn­ar. Þetta kom fram á blaðamanna­fundi sem Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra efndi til í Ráðherra­bú­staðnum. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra greindi því á fund­in­um að sótt­varna­lækn­ir hefði sent heil­brigðisráðherra til­lögu um sam­komu­bann. Eng­in for­dæmi væru fyr­ir slíku í lýðveld­is­sögu Íslands.

Að svo stöddu er fyrirætlað að bannið standi frá 16. mars til 13. apríl. Mun Júdosamband Íslands fresta öllum mótum sem eiga fara fram á þessu tímabili. Nýjar tímasetningar móta verða tilkynntar seinna.

Varðandi júdóæfingar á Íslandi þá biður JSÍ öll sín aðildarfélög að lúta fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna. Hér má finna allar nánari upplýsingar um Covid-19 og samkomubannið. Sömu reglur gilda um æfingar íþróttafélaga og um skólahald.