Sveinbjörn Iura og Marcel Cercea eigast við á EM 2020

Sveinbjörn Iura og Egill Blöndal tóku þátt í Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Prag 19.-21. nóvember. Sveinbjörn Iura raðaðist upp á móti Marcel Cercea frá Rúmeníu í -81 kg flokknum.Viðureignin var mjög jöfn, báðir keppendur frengu refsistig eftir um það bil eina mínútu fyrir sóknarleysi og tæpri mínútu síðar fék Cercea annað refstig, nú fyrir ólögleg tök en Sveinbjörn hafði þá náð að pressa vel á hann. Sveinbjörn leiddi á þessum tímapunkti glímuna 1-2 í refsistigum og mátti Cercea ekki fá annað til viðbótar ef hann ætlaði ekki að láta dæma Sveinbirni sigur. Cercea sótti nú stíft að Sveinbirni en hann varðist með því að halda í beltið hjá Marcel og ýta honum frá sér en hélt of lengi í beltið og fékk því sitt annað shido. Marcel pressaði nú ákveðið að Sveinbirni og reyndi að fá hann til að stíga út fyrir það en þá hefði Sveinbjörn fengið sitt þriðja shido og tapað. Sveinbjörn reyndi að verjast því en við það opnaðist hann og Marcel var fljótur að átta sig og sópaði undan honum fótunum með Deashi harai og skoraði waza-ari. Eftir þetta reyndi Sveinbjörn að svara en allt kom fyrir ekki og dugaði þetta Cercea til sigurs. Egill mætti hinum gríðarsterka Beka Gviniashvili frá Georgíu. Gviniashvili er fyrrum heimsmeistari U21 og margfaldur verðlaunahafi á stórmótum IJF. Gviniasvhili sat í 10. sæti heimslista IJF fyrir þetta mót og var þriðji sterkasti keppenda -90 kg flokksins ef tekið er mið af stöðu á heimslista. Gviniashvili stýrði gripabaráttunni í glímuni og hóf strax að sækja að Agli sem náði að verjast fyrstu sóknum Gvinishvili. Egill reyndi að snúa vörn í sókn og reyndi kata guruma. Egill náði að koma Gvinishvili úr jafnvægi en náði ekki að skora. Stuttu seinna sótt Gvinishvili inn í leiftursnöggt uchimata og skoraði ippon og sigraði þar með viðureignina. Gviniashvili endaði í þriðja sæti í flokknum síðar um daginn.