Evrópumeistarmótið 2021 fór fram daganna 16-18 apríl Lisabon, Portúgal. Árni Lund keppti í -81 kg flokki. Árni drógst gegn ríkjandi heimsmeistara Sagi Muki frá Ísrael í fyrstu umferð. Árni byrjaði af krafti og átti í erfiðleikum að ná góðum tökum á Árna. Fljótlega náði Muki þó að nýta tækifæri þegar Árni sótti í drop seonage og svaraði með mótbragði sem skoraði ippon og var Árni þar með úr leik.Egill Blöndal keppti í -90 kg flokki og mætti Milan Randl í annarri umferð eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð. Glíman var mjög jöfn en Egill var iðnari við að sækja en Randl. Eftir fullan glímu tíma hafði hvorugur skoraði en Randl hafði fengið eitt refsistig fyrir sóknarleysi. Fljótlega eftir að framlenging hófst fékk Randl sitt annað refsistig. Ef Randl hefði fengið eitt refsistig til viðbótar hefði Agli verið dæmdur sigur. Hinsvegar tókst Randl að skora wazaari og sigra þar með viðureignina og var Egill þar með úr leik. Hér að neðan má sjá glímur Árna og Egils og nánari úrslit Em.

Viðureign Árna Lund gegn Saki Muki

Viðureign Egil Blöndals gegn Milan Randl

Úrslit EM 2021