Landsliðshópur (U18, U21 og Seniora) lagði af stað í morgun til þess að taka þátt í æfingabúðum í Danmörku. Æfingabúðirnar fara fram daganna 1. – 7. Ágúst í Íþróttaskólanum  í Gerlev. Aðstæður til æfinga í Gerlev eru mjög góðar en æft er tvisvar á dag alla vikuna með danska landsliðinu og feiri þátttakendum víðs vegar úr Evrópu. Þjálfarar æfingabúðanna eru ekki á verri endanum en ásamt þjálfurum Danska landsliðsins er Tékkinn Jaromír Jezek þjálfari. Jezek, sem í dag er einn af þjálfurum tékkneska landsliðsins var á árum áður einn fremsti keppnismaður tékka og á að baki þátttöku á tvennum Ólympíuleikum og verðlaun á fjölmörgum heimsbikarmótum. Þeir sem taka þátt að þessu sinni frá Íslandi eru, Gísli Egilson sem er farastjóri/þjálfari, Ingunn Rut Sigurðardóttir, Matthías Stefánsson, Kjartan Hreiðarsson, Aðalsteinn Björnsson, Daron Hancock, Daníel Árnarson, Nökkvi Viðarsson, Jakub Tomczyk og Gylfi Edduson. Stóð til að þátttakendur yrðu fleiri og voru Hekla Pálsdóttir, Böðvar Arnarson, Hrafn Arnarsson, Ingólfur Rögnvaldsson, Vésteinn Bjarnason, Hákon Garðarsson, Birkir Bergsveinsson ásamt fleirum valin til verkefnisins en komust ekki eða urðu að hætta við þátttöku.