Gísli, Kjartan og Ingólfur að lokinni æfingu í Olbia

Heimsmeistaramót Juniora 2021 fer fram í Olbia á Sardiníu, Ítalíu daganna 6 til 10. október. Ingólfur Rögnvaldsson og Kjartan Hreiðarsson verða á meðal þátttakenda og er Þetta í fyrsta skipti sem þeir taka þátt í heimsmeistaramóti en Gísli Egilson er þjálfari og fararstjóri. Ingólfur keppir miðvikudaginn 6. okt. í -66 kg flokki . Ingólfur drógst gegn David Ickes frá þýskalandi í fyrstu umferð. Kjartan á fimmtudaginn í -73 kg flokki og mætir hann. Nicholas Rodriguez frá Bandaríkjunum í fyrstu umferð. Keppnin hefst svo á miðvikudaginn kl. 8 að íslenskum tíma og verður hún í beinni útsendingu.

Upplýsingar um dráttinn, keppnisröðina, beina útsendinguna og fleira má finna hér.  Til að horfa á beina útsendingu þarf að hafa (IJF account) sem er frír og notast aftur og aftur.

Keppnisröðin

Drátturinn 

Bein útsending.