Úrslit EYOF 2022

5. ágúst 2022|

Þá eru EYOF leikunum 2022 lokið. Judokeppnin hófst 26 júlí og lauk 30 júlí með blandaðri liðakeppni þar sem Azerbaijan stóð upp sem siguvegari. Þeir Skarphéðinn Hjaltason, JR og Jakub Tomczyk, UMFS kepptu 28. júlí. Drógust þeir báðir á gegn mjög sterkum andstæðingum í fyrstu umferð. Jakub mætti Stanislav Korchemliuk frá Úkraníu í -81 kg flokki og tapaði Jakub þeirri viðureign en Stanislav stóð uppi sem sigurvegari í lok dags og það var eins hjá Skarphéðni en hann tapaði gegn Miljan Radulj frá Serbíu í fyrstu umferð og sigraði Miljan -90 kg flokkinn síðar þann dag. Bæði Skarphéðinn og Jakub [...]

Heimsókn Hayward Nishioka

5. ágúst 2022|

Frétt fengin af vef judo.is Hayward Nishioka 9. dan sem er mjög virtur judomaður frá Los Angeles kom í óvænta heimókn í JR í gær. Hayward sem er fyrrum heimsklassa keppandi, var tvisvar sinnum í fimmta sæti á heimsmeistaramóti, gullverðlaunahafi á Pan-Ameríkuleikum og margfaldur Bandarískur meistari. Hann var einnig alþjóðlegur dómari og dæmdi ekki bara í Ameríku heldur einnig í Asíu og Evrópu og hann hefur verið aðalþjálfari Bandaríkjana á nokkrum viðburðum. Hayward er einnig með svart belti Karate og Kendo. Hayward sem er áttræður hefur komið víða við [...]

Jakub og Skarphéðinn keppa á EYOF

25. júlí 2022|

Jakub Tomczyk (Umfs) og Skarphéðinn Hjaltason (JR) er nú um þessar mundir staddir í Banska Bistrica, Slóvakíu ásamt landsliðsþjálfara Zaza Simonishvili en taka þeir þátt í Ólympíuhátíð æskunnar (EYOF).  Á EYOF kemur saman ungt fólk frá öllum löndum Evrópu og keppa í hefðbundnum íþróttagreinum við bestu mögulegu aðstæður. Þátttaka á EYOF er góður vettvangur til að öðlast alþjóðlega keppnisreynslu og miða sína getu við bestu jafnaldra Evrópu. Hátíðin sem venjulega fer fram annað hvert ár átti upphaflega að fara fram 2021 en var frestað vegan kórónuveirufaraldursins. Á leikunum [...]

Alþjóðlegar æfingabúðir í Danmörku

15. júlí 2022|

Í nótt lögðu fimm íslenskir Judomenn leið sína til Danmerkur þar sem þeir munu taka þátt í alþjóðlegum æfingabúðum í Amager, Danmörku. Æfingabúðirnar eru ætlaðar drengjum og stúlkum fæddum á tímabilinu 2007-2004. Æfingabúðirnar eru liður í undirbúniningi fyrir EYOF (European youth Olympic festival) sem fram fer  í lok júlí í Slóvakíu. Í æfingabúðunum taka þátt (sjá mynd frá vinstri): Þjálfari, Zaza Simionishvili, Skarphéðinn Hjaltason, Nökkvi Viðarsson, Mikael Ísaksson, Daron Hancock, Aðalsteinn Björnsson.

51. Ársþing JSÍ

23. maí 2022|

Ársþing Judosambands Íslands, það 51 í röðinni var haldið laugardaginn 22. maí 2022 og hófst það kl. 11. Jóhann Másson formaður JSÍ setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna. Gengið var til venjubundinnar dagskrár, kosið var í kjörbréfanefnd sem þegar tók til starfa og aðrar fastar nefndir þingsins og starfsmenn. Í kjörbréfanefnd voru kjörnir Bjarni Friðriksson, Gunnar Jóhannesson og Hans Rúnar Snorrason. Í fjárhagsnefnd voru kjörnir Gísli Egilson, Arnar Ólafsson og Hans Rúnar Snorrason. Í laga og leikreglnanefnd vour kjörnir Sigmundur Magnússon, Árni Björn Ólafsson og Bjarni [...]