Lokahóf JSÍ 2025
Lokahóf Judosambands Íslands fór fram í dag þar sem tilkynnt var um val á judofólki ársins, hver voru þau efnilegustu og veittar viðurkenningar. Afhentar voru viðurkenningar fyrir dan gráðanir á árinu en þær voru sex talsins og öll í 1. dan en það voru þeir Einar Jón Sveinsson, Gunnar Ingi Tryggvason, Jónas Björn Guðmundsson, Orri Snær Helgason, Böðvar Arnarsson og Daníel Árnason. Dómari ársins var kjörinn Björn Sigurðarson úr Ármanni en hann hefur lagt mikla og óeigingjarna vinnu í dómgæslustörf móta. Tilkynnt var um val á efnilegasta judofólki [...]
2 gull, 2 silfur og 7 brons á Södra Open 4 2025
Flottur árangur JRB á Södra Open í gær en þar unnu til gullverðlauna þau Dimitra, þjálfari JRB, og Ari Einarsson. Til silfurverðlauna unnu þeir Arnar og Haukur og til bronsverðlauna unnu þau Jón Óðinn, Amelija, Krista Líf, Eileiþía, Theodór Elmar, Ísold og Noelis. Hér má skoða úrslit mótsins: https://svenskjudo.smoothcomp.com/sv/event/25054/results
JRB með 20 keppendur á Södra Open 4 2025
30 manna hópur frá Judofélagi Reykjanesbæjar er mættur til Svíþjóðar þar sem 20 keppendur eru skráðir til leiks á Södra Open 4 2025. Heildarfjöldi keppenda er 420 og verða nóg af spennandi viðureignum til þess að fylgjast með. George Bountakis og Dimirta Androutsou, þjálfarar JRB, eru með í för og Árni Björn Ólafsson og Karen Rúnarsdóttir eru fararstjórar ferðarinnar. Hér er hægt að sjá upplýsingar um mótið og fylgjast með framvindu þess.
Reykjavíkurmeistaramót 2025
Reykjavíkurmeistaramótið í Júdó verður haldið laugardaginn 29. nóvember kl 12:30-15:00 hjá Júdódeild ÍR í öllum aldursflokkum. U13, U15, U18, U21 og Seniora. Vigtun fer fram á mótsstað deginum áður, föstudagskvöldið 28. nóvember, kl 18:00-18:30 eða á mótsdegi kl 11:00-11:30. Ath, 1kg yfir leyft í U13 og U15. Eldri flokkar verða að ná þyngd. Reykjavíkurmót 2025 - Mótstilkynning
Mótaskrá 2026 hefur verið birt
Mótaskrá JSÍ fyrir árið 2026 hefur verið birt á vefsíðu JSÍ.
Úrslit Haustmóta JSÍ 2025
Haustmót JSÍ 2025 var haldið á Selfossi í flokkum U13, U15 og U21 þann 4. október 2025 og í Reykjanesbæ í flokkum U18 og Seniora þann 1. nóvember. Hér má sjá úrslit í flokkum U13, U15 og U21. Hér má sjá úrslit í flokkum U18 og Seniora. U13 -40 U13 -48 U13 -52 U13 -63 U13 +70 U13 -34 U13 -38 U13 -46 U13 -66 U15 -48 U15 -52 U15 -70 U15 -50 U15 -60 U15 -66 U15 -81 U21 -70 U21 -73 U21 -90 U21+100 U18-63 U18-73 [...]





