Sigursveit JR. Fremst fv. Ægir Valsson og Jón Þór Þórarinsson. Aftari röð f.v. Þormóður Jónsson, Hermann Unarsson og Janusz Gabriel Komendera

Sigursveit JR. Fremst fv. Ægir Valsson og Jón Þór Þórarinsson. Aftari röð f.v. Þormóður Jónsson, Hermann Unarsson og Janusz Gabriel Komendera

Sveitakeppni karla fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Met þátttaka var í keppninni en alls mættu átta lið til leiks. Sveit JR-A urðu Íslandsmeistarar er þeir sigruðu Júdódeild Ármanns í afar spennandi keppni en úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu viðureign. Þetta var í fjórtánda skipti sem sveit Júdófélags Reykjavíkur sigrar í 39 ára sögu keppninnar en Ármenningar hafa vinninginn en þeir hafa sigrað átján sinnum. Sveit Júdódeildar Selfoss og Sveit JR-B urðu í þriðja sæti. Hér eru úrslitin og allar viðureignir. Einnig er hér PDF skjal með útsláttar forminu og myndir frá mótinu sem að Davíð Áskelsson tók.