51. Ársþing JSÍ

23. maí 2022|

Ársþing Judosambands Íslands, það 51 í röðinni var haldið laugardaginn 22. maí 2022 og hófst það kl. 11. Jóhann Másson formaður JSÍ setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna. Gengið var til venjubundinnar dagskrár, kosið var í kjörbréfanefnd sem þegar tók til starfa og aðrar fastar nefndir þingsins og starfsmenn. Í kjörbréfanefnd voru kjörnir Bjarni Friðriksson, Gunnar Jóhannesson og Hans Rúnar Snorrason. Í fjárhagsnefnd voru kjörnir Gísli Egilson, Arnar Ólafsson og Hans Rúnar Snorrason. Í laga og leikreglnanefnd vour kjörnir Sigmundur Magnússon, Árni Björn Ólafsson og Bjarni [...]

Íslandsmót Yngri 2022

22. maí 2022|

21. Maí fór fram Íslandsmót 2022 yngri flokka þ.e.a.s. U13, U15, U18 og U21.  Keppendur voru alls 57 frá 8 félögum þar af 49 strákar og 8 stúlkur. Judofélag Reykjavíkur var það félag sem voru með flesta Íslandsmeistara titla eða 11. Næstir þar eftir kom Selfoss með 3 og Tindastóll og Judofélag Reykjanesbæjar voru með einn hvor. Mikið var um tilþrif, falleg köst og frábæra vinnslu golfglímu en 70 af 79 viðureignum kláruðust á ippon. Hér að neðan má sjá streymi frá mótinu, öll úrslit mótsins og myndir [...]

Íslandsmót karla og kvenna

9. maí 2022|

Íslandsmót Karla og kvenna 2022 fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi þann 7. Maí. 35 keppendur frá átta félögum voru skráðir til leiks. Keppt var í sex þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna ásamt að keppt var í opnum flokkum karla og kvenna. Opinn Flokkur Karla Zaza Siminosvhili og Egill Blöndal glímdu til úrslita í opnum flokki karla. Báðir höfðu unnið sitthvorn flokkinn fyrr um daginn, Zaza 73 kg og Egill -90 kg. Glíman var jöfn eftir venjulega leiktíma og fór því glíman í gullskor. Þegar um það bil [...]

Páskamót JR og Góu 2022 Úrslit

2. maí 2022|

Páskamót JR og Góu 2022 var haldið í þrennu lagi að þessu sinni. Fyrsti hlutinn var haldinn fimmtudaginn 28. apríl og þá kepptu börn 7-10 ára, föstudaginn 29. apríl keppti aldursflokkurinn 11-14 ára og laugardaginn 30. apríl var páskamót barna 5-6 ára. Páskamótið er venjulega haldið fyrstu helgi eftir páska en þar sem að Norðurlandamótið sem haldið var hér á landi að þessu sinni var sett á sömu helgi var páskamótinu frestað um viku. Mótið fór nú fram í sautjánda sinn og var öllum judoklúbbum opið eins og [...]