Úrslit EM Juniora 2022

19. september 2022|

Daganna 15. Til 18. september fór fram EM Juniora 2022 í Prag, Tékklandi. Ísland átti tvo fulltrúa að þessu sinni, þá Ingólf Rögnvaldsson og Kjartan Hreiðarsson. Ingólfur keppti -66kg flokki og drógst gegn Bertil Lavrsen (Den) í fyrstu umferð. Ingólfur lenti wazaari undir þegar um það bil ein og half mínúta var liðin af glímutíma. Var mjög erfitt að sja um hvort um skor hafi verið um að ræða. Skömmu seinna skoraði  Lavrsen wazaari á ný og hafði þá þar með hlotið sigur og var Ingólfur þar með [...]

Evrópumeistaramótið í Judo U21

14. september 2022|

  Evrópurmeistaramót U21 fer fram í Prag, Tékklandi daganna 15-18. September. Þeir Ingólfur Rögnvaldsson og Kjartan Hreiðarsson taka þátt fyrir Íslands hönd ásamt landsliðsþjálfara Zaza Simonishvili en heildarfjöldi þátttakenda er 353 frá 39 þjóðum. Ingólfur mun keppa í -66kg flokki á fimmtudaginn en hann drógst gegn Bertil Lavrsen (Den) sem er 121. sæti heimslista IJF Juniora. Kjartan sem keppir í -73kg flokki á föstudaginn drógst gegn Vusal Galandarzade (Aze)sem er í 22.sæti heimslista IJF Juniora. Drátt mótsins má finna hér: Allar nánari upplýsingar um mótið má finna hér. [...]

Æfingabúðir JSÍ 9-11 september

12. september 2022|

Æfingbúðir JSÍ fóru fram dagana 9.-11. september og voru þátttakendur um það bil 30 frá fimm félögum. Æfingabúðirnar voru ætlaðar judoiðkenndum í aldursflokkum U18, U21 og seniora sem stefna á keppni íþróttinni en ennig var judofólk sem stundar íþróttina sér til gamans einnig velkomið. Dagskrá æfingabúðanna samanstóð af randoriæfingum (glímuæfingum) og sértækum tækni- og þrekæfingum fyrir judo. Einnig að þessu sinni var boðið upp á námskeið í hámarsknýtingu orku, súrefnis og endurheimt, sem hluti af æfingabúðunum.  

Þormóður útskrifaður úr þjálfaranámi IJF

3. september 2022|

Í dag útskrifaðist Þormóður Jónsson úr þjálfaranámi (Undergraduate certificate as Judo Instructor) IJF. Námið er sex mánaða langt, sem endar á vikulangri verklegri vinnustofu og prófum. Verklegi hluti námsins fór að þessu sinni fram í Madrid. Námið er á háskólastigi og telur 30 ECTS einingar og er á fimmta stigi (EQF). Þormóður er annar Íslendinga til þess að útskrifast úr þessu námi, en fyrstur Íslendinga var Vilhelm Svansson.

JSÍ æfingabúðir 9-11 September

24. ágúst 2022|

  Dagana 9-11 september verða æfingabúðir á vegum JSÍ í Reykjavík (Ármanni). Æfingabúðirnar munu saman standa af randori og sértækum þrekæfingum fyrir judo. Þjálfari er Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari. Æfingabúðirnar eru ætlaðar fyrir iðkenndur í U18, U21 og seniora flokkum. Einnig er stefnt að því að vera með fræðslu um hámarsknýtingu orku og súrefnis og endurheimt. Eldri judomenn eru einnig hjartanlega velkomnir. Æfingar fara fram æfingasal Ármanns, Engjavegi 7, 104 Reykjavík Hægt verður að borða hádegismat í matsal ÍSÍ, Engjavegi 6 og kostar hann 1850 kr Skráningafrestur er 5. [...]

Úrslit EYOF 2022

5. ágúst 2022|

Þá eru EYOF leikunum 2022 lokið. Judokeppnin hófst 26 júlí og lauk 30 júlí með blandaðri liðakeppni þar sem Azerbaijan stóð upp sem siguvegari. Þeir Skarphéðinn Hjaltason, JR og Jakub Tomczyk, UMFS kepptu 28. júlí. Drógust þeir báðir á gegn mjög sterkum andstæðingum í fyrstu umferð. Jakub mætti Stanislav Korchemliuk frá Úkraníu í -81 kg flokki og tapaði Jakub þeirri viðureign en Stanislav stóð uppi sem sigurvegari í lok dags og það var eins hjá Skarphéðni en hann tapaði gegn Miljan Radulj frá Serbíu í fyrstu umferð og sigraði Miljan -90 kg flokkinn síðar þann dag. Bæði Skarphéðinn og Jakub [...]