Helstu viðburðir

Engir viðburðir fundust.

Go Back to Event Listing

Smáþjóðaleikarnir 2023

25. maí 2023|

Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í Möltu 2023 og hefjast leikarnir 29. maí næstkomandi. Á leikunum verða tíu keppendur í judo en það eru Aðalsteinn Karl Björnsson, Árni Lund, Egill Blöndal, Gísli Fannar Egilson, Helena Bjarnadóttir, Karl Stefánsson, Kjartan Logi Hreiðarsson, Romans Psenicnijs, Skarphéðinn Hjaltason og Weronika Komendera. Flokkstjóri og þjálfarar verða Þormóður Á. Jónsson og Zaza Simonishvili.  GSSE farar á síðustu æfingu fyrir bröttför. Á myndina vantar Karl Stefánsson og Romans Psenicnijs Liðið flýgur út í leiguflugi til Möltu sunnudagsmorguninn 28. maí. Keppt verður í einstaklingskeppni þriðjudaginn [...]

Ársþing JSÍ 2023

23. maí 2023|

Ársþing Judosambands Íslands, það 52 í röðinni var haldið sunnudaginn 21. maí 2023 og hófst það kl. 11. Jóhann Másson formaður JSÍ setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna. Í opnunarávarpi sínu bað hann fundarmenn um að minnast Össurar Torfasonar sem lést í apríl. Össur var einn af stofnfélögum JSÍ. Stofnfélagar JSÍ heiðraðir: F.v. Hafsteinn Pálsson, Jón Ögmundur Þormóðsson Tveimur stofnfélögum JSÍ veitt gullmerki í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins. Þetta eru þeir Hafsteinn Pálsson og Jón Ögmundur Þormóðsson. Báðir voru þeir viðstaddir stofnfund [...]

Eitt gull, eitt silfur og tvö brons á NM 2023

15. maí 2023|

Norðurlandameistaramótið í Judo 2023 fór fram í Drammen, Noregi daganna 13-14 maí. Keppendur voru tæplega fimmhundruð, en Ísland átti 15 fulltrúa meðal keppenda. Íslendingar unnu til fernra verðlauna á mótinu. Egill Blöndal varð Norðurlandameistari í -100kg flokki karla. Egill keppti fimm viðureignir og sigraði þær allar. Í úrslitum mætti hann Kevin Nestor frá Svíðþjóð. Egill glímdi af öryggi og skoraði wasaari þegar um 30 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og dugði það Agli til sigurs. Helena Bjarnadóttir vann til silfur verðlauna í -70kg flokki U18 stúlkna. Helena [...]

Norðurlandameistaramótið í Judo 2023

10. maí 2023|

Nú styttist í Norðurlandamótið 2023, sem haldið verður í Drammen, Noregi um helgina 13-14 maí Keppendur eru rétt tæplega fimmhundruð þrjúhundruð frá öllum Norðurlöndunum. Fyrir utan keppni í karla og kvenna flokkum þá verður einnig keppt í U21 árs og U18 ára aldursflokkum og auk þess í aldursflokkum 30 ára og eldri. Á laugardaginn verður keppt í senioraflokkum karla og kvenna og einnig í aldursflokkum karla og kvenna U18. Á sunnudaginn verður svo keppti í aldursflokki U21 árs karla og kvenna og Veterans þ.e. 30 ára og eldri. [...]

JSÍ æfingabúðir 5-7 maí

5. maí 2023|

Dagana 5-7 maí verða æfingabúðir á vegum JSÍ í Reykjavík (Ármanni). Æfingabúðirnar munu saman standa af randori og sértækum þrekæfingum fyrir judo. Þjálfari er Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari. Æfingabúðirnar eru ætlaðar fyrir iðkenndur í U18, U21 og seniora flokkum.  Eldri judomenn eru einnig hjartanlega velkomnir. Æfingar fara fram æfingasal Judofélags Reykjavíkur, Ármúla 13. Hægt verður að borða hádegismat í matsal ÍSÍ, Engjavegi 6 og kostar hann 1850 kr Skráningafrestur er 1. maí. og skal senda inn skráningu á jsi@jsi.is Dagskrá Föstudagur 5. september 18:00-19:30     Judoæfing Laugardagur 10. september 11:00-12:30     [...]

ÍM yngri – Úrslit og fleira

28. apríl 2023|

  Íslandsmeistaramót Yngriflokka (U13/U15/U18/U21) fór fram í Ármanni þann 29. apríl. Þátttakendur voru alls 56 frá  7 félögum. Viðureignir voru 83 en af þeim kláruðust 78 á ippon, Þannig að það er óhætt að segja að mikið var um tilþrif. Öll nánari úrslit er að finna í hlekk hér að neðan. Úrslit Hér eru nánari upplýsingar um mótið: Mótstilkynning Hér er hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu: Völlur 1 Völlur 2 (Slóð enn óvirk) Myndir af verðlaunahöfum mótsins.  

Fréttaflokkar

Fréttasafn