Gísli Keppir á European Cup Riga
RIGA SENIOR EUROPEAN CUP fer fram 18-19 mars. Þátttakendur eru 190 frá 4 heimsálfum og 24 þjóðum, 131 karlar og 59 konur. Mótið er hluti af Evrópubikar mótaröð EJU og eru margir sterkir keppendur skráðir til leiks. Gísli Egilson er á meðal þátttakenda og 19. mars í 81 kg flokki og eru keppendur þar tuttugu og tveir. Keppnin hefst kl. 7 í fyrramálið að Íslenskum tíma og á Gísli tíundu viðureign á velli 2. Gísli situr hjá í fyrstu umferð og mætir Damian Szwarnowiecki keppanda frá Póllandi sem er [...]
Vormót yngriflokka – Bein útsending og úrslit
Vormót JSÍ yngriflokka fór fram í KA heimilinu á Akureyri 18. mars. Keppendur voru um það bil 40 talsins frá 6 félögum. Mikið var um jafnar glímur og glæsileg tilþrif. Umgjörð mótsins var öll til fyrirmyndar og dómgæsla var í öruggum höndum Jóns Kristins Sigurðssonar og Jakobs Ingvarssonar. Bein útsending frá mótinu á youtube Úrslit mótsins
JSÍ leitar að framkvæmdastjóra:
Við leitum að aðila sem brennur fyrir íþróttina, hefur metnað til að ná árangri og er tilbúinn að vinna umfram starfshlutfall þegar það á við. Þekking á starfsháttum JSÍ og ÍSÍ er kostur. Frumkvæði og vilji til að auka veg og virðingu íþróttarinnar er skilyrði. Helstu ábyrgðarsvið: Daglegur rekstur skrifstofu Innlend mót Erlend mót ÍSÍ samstarf Erlent samstarf s.s. EJU, IJF og Nordic RIG – Undirbúningur og framkvæmd Heimasíða: Ritstjórn og fréttir Samskipti við fjölmiðla vegna móta Umsjón með gagnagrunni JSÍ og skráningar í hann Fjáröflun Helstu [...]
OTC æfingabúðir Í Nymburg, Tékklandi
Fjórir landsliðsmenn í U18 og U21 landsliðum taka þátt í sterkum æfingabúðum í Nymburg, Tékklandi. Æfingabúðir þessar, sem eru haldnar árlega, eru liður í röð æfingabúða sem nefnast einu nafni Olympic Training Centre (OTC) og eru haldnar af Evrópska Judosambandinu (EJU) í samvinnu viðkomandi landssamband. Um 500 þátttakendur frá 43 þjóðum taka þátt í æfingabúðunum að þessu sinni en íslenskir landsliðsmenn eru þeir Aðalsteinn Björnsson U18, Kjartan Hreiðarsson U21, Skarphéðinn Hjaltason U21 og Romans Psenicnijs. Þjálfari er Zaza Simonishvili.
Ari og Þorgrímur gráðast í 2.dan
Þeir Ari Sigfússon og Þorgrímur Hallsteinsson þreyttu 2. dan gráðupróf laugardaginn 11. mars og stóðust það með ágætum. Alllangur tími er liðinn síðan þeir fóru síðast í gráðupróf en Ari tók 1. dan 2017 eða fyrir sex árum og liðin eru tíu ár frá því að Þorgrímur tók 1. dan en það gerði hann 2013. Eins og flestir vita eða hafa tekið eftir þá er nánast ekkert judomót haldið hér á landi án þess að þeir félagar komi ekki að því en þeir hafa alla jafnan séð [...]
Vormót JSÍ Yngri 2023
Vormót JSÍ 2023 í aldursflokkum U13/U15/U18/U21 fer fram 18. mars á Akureyri. Nánari upplýsingar í hlekk hér að neðan. Vormót JSÍ 2023 Yngri flokkar