Karl með Bronz á African Open Yaounde
Í dag 19. nóvember náði Karl Stefánsson (Judodeild Ármanns) þeim frábæra árangri að vinna til bronsverðlauna á Yaonde African Open í Kamerún sem er svokallað Continental open mót. Átta keppendur voru skráðir til leiks í +100kg flokknum og fór keppnin fram með útsláttarfyrirkomulagi. Í fyrstu umferð, sem jafnframt voru fjórðungsúrslit sigraði Karl á móti Brice Herman Bimai Bend frá Kamerún eftir 59 sekúndna viðureign. Í undanúrslitum tapaði Karl fyrir Mbagnick Ndiaye frá Senegal sem endaði sigurvegari dagsins. Karl vann svo til bronsverðlauna í gullskori á móti Tontu Velem frá Kamerún. JSÍ óskar [...]
Sveitakeppnin 2023
Íslandsmótið 2023 í sveitakeppni (liðakeppni) verður haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 18. nóvember og hefst það kl. 12:30 og mótslok áætluð um kl. 14. Keppt verður í aldursflokkunum U15 (11-14 ára), U18, U21 og senioraflokki karla. JR mun senda karlalið í U15, U18, U21 og senioraflokka og er ein sveit frá Júdódeild UMFS en því miður eru ekki kvennasveitir að þessu sinni. Hér má sjá úrslitin frá 2022.
Þjálfarahittingur 12. nóv heppnaðist vel
Þjálfarahittingur JSÍ hjá Júdófélagi Pardus á Blönduósi sl. sunnudag heppnaðist vel en þjálfarar komu þangað úr fimm félögum til þess að efla tengslin og spjalla um þjálfun. Yoshihiko Iura, 8. dan, fór yfir hvernig Nage no Kata getur nýst í keppni og George Bountakis, 6. dan, fór yfir hvernig sé hægt að þróa uppáhalds tækni iðkenda. Hér eru myndir frá þjálfarahittingnum.
Sveitakeppni 2023 þann 18. nóvember
Íslandsmót í sveitakeppni 2023 fer fram 18. nóvember í Laugadalshöll. Nánari upplýsingar má finna í mótstilkynningu hér að neðan. Skráningarfrestur er á miðnætti mánudagsins 13.nóvember. Ath. að upplýsingar geta breyst að liðnum skráningarfresti. Tilkynning: Tilkynning_Sveitakeppni JSI? 2023 Skráningarform: Skraning_Sveitakeppni2023
World Judo Day 28. október
Judofélag Suðurlands stóð fyrir æfingabúðum 27. og 28. október í íþróttahúsinu á Eyrarbakka. Rúmlega tuttugu manns frá þremur íslenskum félögum: JS, Tindastóli og JR tóku þátt, auk fimm gesta frá Bretlandi sem dvalið hafa við æfingar hjá JS síðastliðna viku. Vel var við hæfi að síðari dag æfingabúðanna bar upp á alþjóðlega judodaginn e. World Judo Day, sem haldinn hefur verið undanfarin ár á fæðingardegi stofnanda judoíþróttarinnar Jigoro Kano. Meðfylgjandi mynd er tekin í lok laugardagsæfingarinnar þar sem þátttakendur stilltu sér upp með viðurkenningarskjöl frá Judofélagi Suðurlands. [...]
Haustmót JSÍ 2023 – Úrslit
Haustmót JSÍ í öllum aldursflokkum var haldið í Grindavík laugardaginn 14. október og var það í umsjón Judodeildar UMFG sem stóð vel að framkvæmdinni eins og venjulega. Keppendur voru sextíu og fimm frá tíu klúbbum og er það töluverð fjölgun frá því í fyrra sem lofar góðu fyrir veturinn. Athygli vakti að þátttaka kvenna er að aukast en þær voru um 25% allra þátttakenda á mótinu og flestar eða fimm talsins frá yngsta judoklúbbnum, Judofélagi Suðurlands (JS). Mótið fór vel fram, dómgæsla og mótsstjórn hin besta og [...]