Helstu viðburðir

Engir viðburðir fundust.

Go Back to Event Listing

Þrír kepptu á Baku Grand Slam 2023

25. september 2023|

Hrafn Arnarsson, Karl Stefánsson og Kjartan Hreiðarsson fóru ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara til Baku að keppa á Baku Grand Slam 2023. Þeir komust ekki áfram eftir fyrstu lotu í sínum flokki og luku því keppni eftir fyrstu viðureignina. Karl Stefánsson náði einu waza-ari stigi á mótherja sinn frá Brazilíu og var því nokkuð nálægt sigri í þeirri viðureign. Myndir frá Baku verða settar inn þegar þær berast. https://www.eju.net/event/baku-grand-slam-2023/248346/

Ari Sigfússon tekur við sem starfandi formaður

20. september 2023|

Jóhann Másson formaður JSÍ stígur tímabundið til hliðar. Vegna veikinda hefur Jóhann, formaður JSÍ, ákveðið að stíga til hliðar tímabundið.  Ari Sigfússon nýr varaformaður JSÍ mun taka við sem starfandi formaður á meðan Jóhann einbeitir sér að sýnum bataferli. Bjóðum Ara velkominn til starfa og óskum eftir góðum stuðning við hans störf um leið og við hvetjum hann til góðra verka. Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar var skipt stöðum og er stjórn skipuð á eftirfarandi hátt. Formaður: Jóhann Másson Varaformaður: Ari Sigfússon Gjaldkeri: Arnar Freyr Ólafsson Ritari: [...]

George Bountakis veitt doktorsgráða

6. september 2023|

George Bountakis, framkvæmdastjóra JSÍ, var veitt doktorsgráða í heimspeki fyrir verkefnið “Skilningur japanskra sérfræðikennara á notkun hrynjanda í júdó: ný kennslufræði“(Japanese expert teachers’ understanding of the application of rhythm in judo: a new pedagogy) í dag við útskift hans við háskólann í Hertfordshire (University of Hertfordshire). George er nú staddur í Bretlandi við útskrift sína. Innilega til hamingju Dr. George Bountakis! Hér má sjá verkefni George.

Evrópumeistaramót í Juniora flokkum

6. september 2023|

Evrópumeistaramótið í Juniora flokkum hefst á morgun og eru þeir Böðvar Arnarsson, Kjartan Hreiðarsson og Skarphéðinn Hjaltason mættir til Hollands ásamt Zaza Simonshvili landsliðsþjálfara. Keppendur eru 366 frá 43 löndum. Þar af eru 157 konur og 209 karlar. Hægt verður að fylgjast með mótinu hér.

Æfingabúðir næstu helgi

30. ágúst 2023|

Um helgina verða æfingabúðir hjá Judofélagi Reykjavíkur og er öllum klúbbum velkomið að mæta. Æfingarnar: Föstudaginn 1. september kl 18:00 Laugardaginn 2. september kl 11:00 Laugardaginn 2. september kl 17:00 Æfingarnar verða um tveggja tíma langar.

Lombardo´s seminar sunnudaginn 27. ágúst kl 14

21. ágúst 2023|

Manuel Lombardo heldur æfingabúðir sem Judofélag Suðurlands skipuleggur í aðstöðu Judofélags Reykjavíkur næstkomandi Sunnudag 27. ágúst. Æfingin byrjar kl 14, sunnudaginn 27. ágúst. Manuel Lombardo hefur unnið til gullverðlauna á World Masters, tvisvar til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti. Gullverðlaunahafi á evrópumeistaramóti 2021, nokkurra gullverðlauna og silfurverðlauna á Grand Slam og Grand Prix ásamt fleiri afrekum. Hann er um stundina í 8. sæti á heimslista í -73kg flokki: https://www.ijf.org/judoka/18436 https://en.wikipedia.org/wiki/Manuel_Lombardo Æfingabúðirnar kosta ekkert og hvetjum við alla til þess að mæta á æfingu hjá Lombardo. Hér er myndband af [...]

Fréttaflokkar

Fréttasafn