Íslandsmót Yngri 2022

22. maí 2022|

    21. Maí fór fram Íslandsmót 2022 yngri flokka þ.e.a.s. U13, U15, U18 og U21.  Keppendur voru alls 57 frá 8 félögum þar af 49 strákar og 8 stúlkur. Judofélag Reykjavíkur var það félag sem voru með flesta Íslandsmeistara titla eða 11. Næstir þar eftir kom Selfoss með 3 og Tindastóll og Judofélag Reykjanesbæjar voru með einn hvor. Mikið var um tilþrif, falleg köst og frábæra vinnslu golfglímu en 70 af 79 viðureignum kláruðust á ippon. Hér að neðan má sjá streymi frá mótinu, öll úrslit [...]

Íslandsmót karla og kvenna

9. maí 2022|

Íslandsmót Karla og kvenna 2022 fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi þann 7. Maí. 35 keppendur frá átta félögum voru skráðir til leiks. Keppt var í sex þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna ásamt að keppt var í opnum flokkum karla og kvenna. Opinn Flokkur Karla Zaza Siminosvhili og Egill Blöndal glímdu til úrslita í opnum flokki karla. Báðir höfðu unnið sitthvorn flokkinn fyrr um daginn, Zaza 73 kg og Egill -90 kg. Glíman var jöfn eftir venjulega leiktíma og fór því glíman í gullskor. Þegar um það [...]

Páskamót JR og Góu 2022 Úrslit

2. maí 2022|

Páskamót JR og Góu 2022 var haldið í þrennu lagi að þessu sinni. Fyrsti hlutinn var haldinn fimmtudaginn 28. apríl og þá kepptu börn 7-10 ára, föstudaginn 29. apríl keppti aldursflokkurinn 11-14 ára og laugardaginn 30. apríl var páskamót barna 5-6 ára. Páskamótið er venjulega haldið fyrstu helgi eftir páska en þar sem að Norðurlandamótið sem haldið var hér á landi að þessu sinni var sett á sömu helgi var páskamótinu frestað um viku. Mótið fór nú fram í sautjánda sinn og var öllum judoklúbbum opið eins og [...]

Íslandsmót karla og kvenna 2022

27. apríl 2022|

Íslandsmót karla og kvenna 2022 verður haldið í íþróttahúsinu Digranesi 7. maí og hefst kl. 10 með forkeppni sem lýkur um kl. 12. Úrslit hefjast svo kl. 13 og standa þau yfir til um kl. 14 en þá hefst keppni í opnum flokki. Mótslok eru áætluð um kl. 16:00. Þátttökuskráningu lýkur á miðnætti 2. maí. Ekki er hægt að gera breytingu á skráningu eftir að skráningafresti lýkur nema gegn greiðslu nýs keppnisgjalds og það sama á við hjá keppendum sem standast ekki vigt og vilja færa sig [...]

Norðurlandameistaramót 2022 úrslit

25. apríl 2022|

Daganna 23. og 24. Apríl fór fram Norðurlandameistamótið í Judo 2022. Mótið í ár var líklega eitt fjölmennasta judomót sem haldið hefur verið á Íslandi með rúmlega þrjúhundruð keppendum. Mótið var haldið síðast á Ísland1 2015, en fella þurfti niður keppni tvö ár í röð 2020 og 2021 vegna covid. Flokkur fullorðina Íslendingar unnu til sex verðlauna í flokki fullorðina. Karl Stefánsson sigraði +100kg flokkinn með yfirburðum, en Karl sigraði alla þrjá andstæðinga á ippon. Zaza Simonishvili sigraði -73kg flokkinn örugglega en hann vann allar þrjár viðureignir [...]