Íslandsmeistaramót 2022, Sveitakeppni (Úrslit

21. nóvember 2022|

Sveitakeppni Judosambands Íslands var haldin í Judofélagi Reykjavíkur 18. nóv. Keppnin hefur verið haldin frá árinu 1974 og var þetta því í 46 skiptið sem keppnin fór fram, en þrisvar á þessu tímabili hefur þurft að fella hana niður. Tvisvar vegna veðurs, og svo 2020 vegna Covid veirufaraldrarins. Einungis Judofélag Reykjavíkur skráði sveitir til keppni að þessu sinni. Er það áhyggjuefni að ekki áttu fleiri félög skráðar sveitir í þessari sögufrægu keppni. Þess má geta að fyrir covid voru að jafnaði 16-20 sveitir sem öttu kappi frá 5-6 [...]

ÍM Sveitakeppni 2022 breytt dagskrá

17. nóvember 2022|

Vegna sérstakra aðstæðna hefur verið ákveðið að færa Íslandsmeistaramótið í Sveitakeppni 2022 fram um einn dag og verður það því haldið föstudaginn 18. nóvember. Keppt verður í aldursflokkum U15, U21 og karla og er lágmarksgráða gult belti, 5. kyu. Aldursflokkur U15 hefur keppni kl. 17:00 Keppni í U21 og Seniora hefst svo kl. 18:00. Mótslok áætluð um kl. 20:00.  

Íslandsmót, Sveitakeppni 2022

7. nóvember 2022|

Íslansdmót í sveitakeppni 2022 fer fram 19. nóvember í Laugadalshöll. Nánari upplýsingar má finna í mótstilkynningu hér að neðan. Skráningarfrestur er á miðnætti mánudagsins 14.nóv   Ath að upplýsingar geta breyst að liðnum skráningarfresti.   Mótstilkynning Sveitakeppni JSÍ 2022_skraningarblad    

Þrjú gull og eitt silfur á Evrópumeistarmóti Smáþjóða í Luxembourg.

5. nóvember 2022|

  Evrópumeistaramót Smáþjóða (GSSE) í Judo fór fram í dag, 5. Nóvember, Í Luxembourg. Þetta var í fyrsta skipti þar sem mótið var haldið og því voru fyrstu Evrópumeistarar Smáþjóða krýndir í dag. Fram að þessu hafa iðulega níu þjóðir keppt á GSSE en það eru Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Luxembourg, Malta, Monako, Svartfjallaland og San Marino. Í þessu móti eru ekki eru skráðir keppendur frá Svartfjallalandi né Monako en hinsvegar eru Færeyingar með keppendur og einnig Úkranía svo þátttökuþjóðirnar voru níu og keppendur alls 109. [...]

Evrópumeistaramót Smáþjóða 2022

2. nóvember 2022|

  Á morgun leggja keppendur íslensku U18/senior landsliðanna leið sína til Luxembourg þar sem þeir munu taka þátt í Evrópumeistaramóti Smáþjóða 2022. Þetta er fyrst skipti sem mótið fer fram í þessari mynd, og er það vottað af Evrópska Judosambandinu (EJU). Heildarfjöldi 109 keppenda frá 8 þjóðum en þær eru: Andorra, Kýpur, Færeyjar, Ísland. Liechtenstein, Luxembourg, Malta og San Marino. Einstaklingskeppni fer fram 5. nóvember og liðakeppni 6. Íslenski hópurinn tekur aðeins þátt í einstaklingskeppninni að þessu sinni. Hægt er að fylgjast með mótinu á vef IJF. Vefur [...]